Ofið málverk (bleikur, fjólublár, blár)
Akryl, bómull, ull, hör, viður
99
x 94.5 cm
690.000 kr.
IFI013
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir (f. 1976) útskrifaðist með MA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2017 og BA gráðu í myndlist frá sömu stofnun árið 2007. Hún er einnig með BA gráðu í listasögu frá háskólanum í Árósum frá 2002. Í listsköpun sinni fæst Ingunn við ýmsa miðla eins og málverk, vefnað og innsetningar. Verk hennar fela oft í sér gagnvirkni eða beina þátttöku og teygir hún þannig verkin inn í opið kerfi þar sem þau lifna við fyrir tilstilli áhorfenda og rýmisins.
Verk Ingunnar hafa verið sýnd víða í söfnum og galleríum bæði innanlands og erlendis. Þar ber helst að nefna einkasýningar í Listasafni Íslands, Listasafni Árnesinga og Cuxhavener Kunstverein. Ingunn hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, meðal annars í Listasafni Reykjavíkur, Cluj safninu í Rúmeníu og tvíæringnum Prag 5 í Tékklandi. Á ferli sínum hefur Ingunn hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar. Árið 2022 var hún handhafi verðlauna úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur sem árlega er veittur framúrskarandi listakonu.
Skráðu netfangið þitt hér og við sendum þér fleiri fáanleg verk.
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir (f. 1976) útskrifaðist með MA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2017 og BA gráðu í myndlist frá sömu stofnun árið 2007. Hún er einnig með BA gráðu í listasögu frá háskólanum í Árósum frá 2002. Í listsköpun sinni fæst Ingunn við ýmsa miðla eins og málverk, vefnað og innsetningar. Verk hennar fela oft í sér gagnvirkni eða beina þátttöku og teygir hún þannig verkin inn í opið kerfi þar sem þau lifna við fyrir tilstilli áhorfenda og rýmisins.
Verk Ingunnar hafa verið sýnd víða í söfnum og galleríum bæði innanlands og erlendis. Þar ber helst að nefna einkasýningar í Listasafni Íslands, Listasafni Árnesinga og Cuxhavener Kunstverein. Ingunn hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, meðal annars í Listasafni Reykjavíkur, Cluj safninu í Rúmeníu og tvíæringnum Prag 5 í Tékklandi. Á ferli sínum hefur Ingunn hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar. Árið 2022 var hún handhafi verðlauna úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur sem árlega er veittur framúrskarandi listakonu.
Skráðu netfangið þitt hér og við sendum þér fleiri fáanleg verk.
© Listval 2025