fbpx
15.11 –
7.12.2024
@ Listval Gallery

Fritz Hendrik IV

Sending

Á sýningunni Sending er ferðalag steingervings* sem var keyptur á eBay kannað. Í málverkaröðinni Steinar í körfum sýnir Fritz steingervinga á flutningstækjum eins og kerrum, skipum og flugvélum. Körfuvefnaður flutningstækjanna vísar til veraldarvefsins – þeirra rafrænu “körfu” sem við setjum vörur okkar í á netinu. Þetta dregur fram táknræna mynd af því hvernig netverslun hefur umbreytt upplifun okkar af viðskiptum og vöruflutningi. Steingervingarnir, sem eitt sinn voru lifandi verur, hafa afritast í stein, verið grafnir upp og ferðast nú heim að dyrum, án beins sambands kaupanda við uppruna þeirra. Við kaupum vörur frá öllum heimshornum með nokkrum smellum, og við það afmást landfræðileg mörk. Það sem áður var staðbundið og tengt ákveðnum menningarlegum eða náttúrulegum uppruna er nú aðgengilegt öllum í gegnum sístarfandi hnattrænt netverslunarkerfi.

Það er eitthvað sérstakt við það að panta hluti á netinu. Við veljum vöruna, setjum hana í innkaupakörfuna og ýtum á hnappinn til að kaupa – á þeim tímapunkti er hluturinn ekki bara vara; hann er hugmynd. Við ímyndum okkur hvernig okkur mun líða þegar við fáum hlutinn eða hvernig hann mun breyta daglegu lífi okkar. Biðin skapar spennuástand milli væntinga og raunveruleikans. Eftirvæntingin verður jafnvel sterkari en sú tilfinning sem við fáum þegar hluturinn loks berst. Í málverkaröðinni Sending mótar fyrir útlínum hluta í gráum hornum herbergis, og titlar verkanna eru sendingarnúmer, líkt og þau sem við sjáum þegar við pöntum vörur á netinu. Tákn fyrir hugmyndina um hlutinn sem hefur ekki enn borist viðtakanda sínum, eitthvað yfirnáttúrulegt – í flutningi, milli heima og tilverustiga.

*Brittle star, 145-149 milljónir ára gamall.

Verk á sýningu

Engin heimild / Insufficient funds
oil on woodboard
55
x 40.5 cm
FH032
Envelope, fog machine, aluminium pole, 3D printed PLA
FH024
Sending nr. SE033276065IS (Skófla) / Shipment nr. SE033276065IS (Shovel)
oil on woodpanel
35
x 45 cm
190.000 kr.
FH027
Sending nr. SE080569972IS (Planta) / Shipment nr. SE080569972IS (Plant)
oil on woodpanel
FH029
Sending nr. SE092335983IS (Bolur) / Shipment nr. SE092335983IS (T-shirt)
oil on woodboard
35
x 45 cm
190.000 kr.
FH030
Sending nr. SE368152435IS (Stóll) / Shipment nr. SE368152435IS (Chair)
oil on woodpanel
35
x 45 cm
190.000 kr.
FH028
Sending nr. SE453599318IS (Skór) 7 Shipment nr. SE453599318IS (Shoes)
oil on woodpanel
35
x 45 cm
190.000 kr.
FH025
Sending nr. SE563538982IS (Kertastjaki) / Shipment nr. SE563538982IS (Candelabra)
oil on woodpanel
FH026
Steinar í körfum 1 / Stones in baskets 1
oil on woodpanel
100
x 79 cm
420.000 kr.
FH021
Steinar í körfum 2 / Stones in baskets 2
oil on woodpanel
350.000 kr.
FH022
Steinar í körfum 3 / Stones in baskets 3
oil on woodpanel
45
x 35 cm
250.000 kr.
FH023

Fritz Hendrik IV (f. 1993) er íslenskur myndlistarmaður sem býr og starfar í Reykjavík. Í myndlist sinni fjallar hann m.a. um þá meðvituðu og ómeðvituðu sviðsetningu sem einkennir lífið, listir og menningu sem og samband hefðar, skynjunar og þekkingar. Hann hefur haldið níu einkasýningar hérlendis auk þess að hafa tekið þátt í samsýningum í Osló, New York, Amsterdam, Addis Abbaba og Moskvu. Verk Fritz eru í eigu fjölda einkaaðila og safna t.d. Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Hafnarborgar og Gerðarsafns.

Shopping Cart