fbpx
25.08 –
24.11.2023
@ Íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn

Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir & Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir

Samhljómur

Á sýningunni Samhljómur leiðir Listval saman myndlistarmennina Áslaugu Írisi Katrínu Friðjónsdóttur og Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur sem vinna báðar með sterka efniskennd og formhugsun í verkum sínum. Samhengi hluta og fyrirbæra í tíma og rúmi er þeim báðum hugleikið og birtist á ólíkan hátt í verkum þeirra. Á meðan Ingunn Fjóla kannar mörk málverks og vefnaðar samhliða spurningum um kerfi og samhengi lita vinnur Áslaug Íris með samspil forma, efnis og myndbyggingar. Hér blandast margvíslegur efniviður við málaða fleti og þræði sem birtist í óhlutbundnum formum og í samhljómi við liti, efni og myndbyggingu. 

Sýningin var stutt af Icelandair, Promote Iceland, Icelandic Art Center, Fondet for dansk-islandsk samarbejde, Carl Sæmundsen og Hustrus Familiefond and Familien Hede-Nielsens Fond.

Verk á sýningu

Embracing the algorithm III
Acrylics, casein paint, cotton, wood
50
x 50 cm
290.000 kr.
IF029
Ofið málverk (blár, grænn)
Akr‎‎yl, bómull, ull, hör, viður
100
x 94 cm
690.000 kr.
IFI012

Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir (f. 1981) lauk MFA gráðu í myndlist frá School of Visual Arts í New York árið 2009 og er með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Áslaug nálgast málverkið út frá skúlptúr. Hún vinnur með óhlutbundið myndmál og leitar merkingar í ólíku efnisvali og aðferðum t.m. með teikningu í steindu yfirborði og samspili steina við aðra efnisþætti. Áslaug notast auk þess við linoleum efni og málningu við formgerð verka sinna þar sem ferðalag augans og ólíkt sjónarhorn listamanns og áhorfanda mætist.

Áslaug hefur sett upp einkasýningar og tekið þátt í samsýningum í söfnum og galleríum í Evrópu, Bandaríkjunum og Íslandi. Þar má helst nefna Stellingar I Línulegar frásagnir í Berg Contemporary, A17 í Listasafni Reykjanesbæjar, Skúlptúr Skúlptúr í Gerðarsafni og einkasýningarnar Arfur í Gallerí Þulu, Bergmál í Listval Gallerí og Skil | Skjól í Neskirkju. Fyrr á þessu ári tók Áslaug þátt í listamessunni Market í Stokkhólmi og samsýningu í sendiherrabústað Íslands í Stokkhólmi. Verk eftir Áslaugu eru í eigu opinberra listasafna á Íslandi.

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir (f. 1976) útskrifaðist með MA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2017 og BA gráðu í myndlist frá sömu stofnun árið 2007. Hún lauk einnig BA gráðu í listasögu frá háskólanum í Árósum árið 2002. Í listsköpun sinni fæst Ingunn við ýmsa miðla eins og málverk, vefnað og innsetningar. Verk hennar fela oft í sér gagnvirkni eða beina þátttöku og teygir hún þannig verkin inn í opið kerfi þar sem þau lifna við fyrir tilstilli áhorfenda og rýmisins.

Verk Ingunnar hafa verið sýnd víða í söfnum og galleríum bæði innanlands og erlendis. Þar ber helst að nefna einkasýningar í Listasafni Íslands, Listasafni Árnesinga og Cuxhavener Kunstverein. Ingunn hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, meðal annars í Listasafni Reykjavíkur, Cluj safninu í Rúmeníu og tvíæringnum Prag 5 í Tékklandi. Á ferli sínum hefur Ingunn hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar. Árið 2022 var hún handhafi verðlauna úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur sem árlega eru veitt framúrskarandi listakonu.

Shopping Cart