Regnbogi Hunds / Dog Rainbow
Oil on woodboard / Olía á viðarplötu
55
x 40.5 cm
Er ég ekki góður hundur?
Ég held nefnilega að það sé mér í blóð borið að hlýða. Það er mér eitthvað svo eðlislægt að sitja bara í aftursætinu og láta aðra um að stjórna ferðinni. Þetta er ákveðin sjálfsbjargarviðleitni. Afhverju að láta skoðanir sínar í ljós á smávægilegum hlutum í stóra samhenginu þegar maður getur bara stungið hausnum út um gluggann og rekið út tunguna. Lullað áfram í flæði tímans, notið útsýnisins og leyft grátónum kæruleysis að leika við sig.
Í sýningunni sinni Regnbogi hunds setur Fritz Hendrik sig í spor hunds í bílferð. Verkin á sýningunni eru máluð í litum sem hundar sjá og upphengið í hundahæð. Í rýminu má einnig finna lykt af malbiki, bensíni og hundaferómónum.
Am I not a good dog?
It might be in my blood to obey. It feels so natural to just sit in the back seat and let others be in control. I think it’s a form of self-preservation. Why express your views on small things in the grand scheme of things when you can just put your head out the window and stick your tongue out. Lull on in the flow of time, enjoy the view and allow the grey tones of carelessness to caress you.
In the show Dog Rainbow, Fritz Hendrik puts himself in the footsteps of a dog in a car. The works in the exhibition are painted in colors that dogs see and hung up at dog height. In the space there is also the smell of asphalt, moss and dog pheromones.
Fritz Hendrik (f. 1993) útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2016. Hann hefur sýnt á fjölda samsýninga hérlendis og erlendis og haldið sjö einkasýningar, þar á meðal í Kling&Bang, Harbinger og Ásmundarsal. Fritz fjallar í myndlist sinni meðal annars um þá meðvituðu og ómeðvituðu sviðsetningu sem einkennnir lífið, listir og menningu. Hann spyr ennfremur áleitinna spurninga er varða framsetningu á okkar eigin veruleika, þar sem við nálgumst hann ætíð oftar í gegnum eftirmyndir og stafrænar framsetningar og því vert að velta fyrir sér hvað skilur hið raunverulega frá eftirmyndinni. Hvað er ekta og skiptir það máli?
Fritz Hendrik (b. 1993) graduated with a BA degree in art from the Iceland Academy of the Arts in 2016. He has exhibited in numerous group exhibitions in Iceland and abroad and held seven solo exhibitions, including in Kling & Bang, Harbinger and Ásmundarsalur. In his art, Fritz discusses, among other things, the conscious and unconscious staging that characterizes life, art and culture. He also asks pressing questions about the representation of our own reality, as we approach it more and more often through replicas and digital representations, and it is therefore worth pondering what really separates us from the replica. What is genuine and does it matter?
109
150.000 kr.
FREKARI UPPLÝSINGAR
Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um verk eða listamann vinsamlega sendu okkur fyrirspurn með hnappinum hér að neðan.