Festival
, 2021
Háglans prent. Plexígler.
50
x 60 cm
Verkið er samsett úr tveimur ljósmyndum sem báðar eru teknar af svölunum heima á Seltjarnarnesi:
20. desember 2020, Keilir við sólarlag.
12. apríl 2021, borgarljósin endurspeglast í hafinu eftir myrkur.
Ef landslag gæti túlkað stemmningu og eftirvæntingu ímynda ég mér það um það bil svona. Skær, litríkur himinn og sirkus-röndóttur sjór sem gleður augað. Hátíð í landslaginu.
_________
Verkin hafa sterk höfundareinkenni þar sem uppskáldað landslag er endurtekið skapað úr einu og sama umhverfinu. Vill höfundurinn þannig undirstrika og upphefja það mikla, síbreytilega sjónarspil sem náttúran býður uppá.
Linda Guðrún Karlsdóttir (f. 1981) er sjálfmenntaður ljósmyndari sem býr og starfar á Seltjarnarnesi. Í verkum sínum vinnur Linda endurtekið með ljósmyndir af Keili og hans nánasta umhverfi. Myndirnar fanga fjallið við ýmis tækifæri; þegar litir í umhverfi eru sterkir eða óvenjulegir, form í hafi og himni eru ýkt eða veðurfar óhversdagslegt. Allar myndirnar tekur Linda af svölunum heima hjá sér. Ljósmyndunum er síðan skeytt saman við aðrar, óháð tíma- og dagsetningum, til að skapa að lokum nýtt, endurunnið landslag sem aldrei var og sem sýnir Keili í uppskálduðu og framandi ljósi; til dæmis sem pýramída, hjartalínurit, eða fjall sem hefur sokkið í sæ. Verk Lindu eru í senn óður til fjallsins sem er henni ótæmandi uppspretta innblásturs, sem og áskorun í því að skapa sífellt nýtt úr sama efniviðnum.
LGK003
120.000 kr.
FREKARI UPPLÝSINGAR
Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um verk eða listamann vinsamlega sendu okkur fyrirspurn með hnappinum hér að neðan.