Jón B. K. Ransu

Jón B. K. Ransu

Röðun / Sequencing
Akríl og fluorescent akríl á striga
80
x 100 cm
480.000 kr.
JBKR001

Jón B. K. Ransu

Hilma stúdíur
Akríl og fluorescent akríl á striga
65
x 65 cm
300.000 kr.
JBKR002

Jón B. K. Ransu

Röðun / Sequencing
Akríl og fluorescent akríl á striga
70
x 60 cm
300.000 kr.
JBKR003
Jón B. K. Ransu (f. 1967, Reykjavík) nam myndlist í Hollandi 1990-1995. Hann fæst aðallega við málverk sem byggja á endurskoðun listaverka eða liststefna sem skráð hafa verið í alþjóðlega listasögu. Í fimmta bindi íslenskrar listasögu sem gefin var út árið 2011 ritar Gunnar Kvaran um listamanninn: „Ransu hefur unnið margvíslegar tilraunir sem tengjast meðal annars eignarnámsmálverki og skynjun áhorfandans. […] En þó sé um að ræða eignarnám er listamaðurinn aldrei ragur við að endurvinna viðkomandi tilvísanir til eigin listsköpunar með því að breyta efni, formi eða samhengi sem hefur í auknum mæli tekið á sig svið ný-módernismans, sér í lagi op-listarinnar, þar sem hann setur saman form og liti sem framkalla skynjunarröskun hjá áhorfendum“ (Gunnar Kvaran, Íslensk listasaga: Frá síðari hluta 19.aldar til upphafs 21. aldar. Nýtt Málverk, gjörningar og innsetningar, Forlagið og Listasafn Íslands, 2011, bls. 85). Ransu hefur einnig verið ötull í að skrifa um myndlist og hefur gefið út þrjár bækur um samtímalist; Listgildi samtímans: Handbók um samtímalist á Íslandi (2011), Málverkið sem slapp út úr rammanum (2014) og Hreinn hryllingur: Form og formleysur í samtímalist (2019), auk þess að vera meðhöfundur bókanna Gerður: Meistari málms  og glers (2010) og Valtýr Pétursson (2016).
Shopping Cart

Hafir þú spurningar um myndlistarráðgjöf, einstaka verk eða í leit af verki eftir ákveðinn listamann ekki hika við að senda okkur tölvupóst á netfangið listval@listval.is eða fylla út formið hér að neðan.

Nafn*
Netfang*
Skilaboð
Vantar þig hugmynd að nýjum verkum? Aðstoð við upphengi? Eða almenna ráðgjöf?

LISTVAL @ HARPA

LISTVAL @ GRANDI