23.04 –
18.05.2024
@ LISTVAL GALLERY

Harpa Árnadóttir

Skuggafall - Leiðin til ljóssins

Verk Hörpu Árnadóttur fela í sér tilraunakennda rannsókn á yfirborði og gegnsæi en grunnur margra verka hennar er hugmyndin um að líta megi á málverk sem sjónræna ljóðlist. Sýningin samanstendur meðal annars af verkum af fossum, en Harpa hóf að mála fossa þegar hún var í málaradeild MHÍ árið 1990 og hefur það myndmál fylgt henni allar götur síðan. Sjálf segir hún; „Að horfa á foss er eins og að horfa á eilífðina sjálfa. Þúsund ár á þúsundir ára. Þetta eru sjávarföllin í sálinni. Á þessum ferðalögum ferðast þú um innra landslag. Ég teikna ljósfossa því það er unun að horfa á þá myndast hægt og hægt úr pappírnum. Teikning er eins og andardráttur“.

Mörg verkanna á sýningunni eru samsett úr lögum af vatnsleysanlegum lit og lími sem um síðir koma sprungur í. Verkin minna á landslag og aragrúa litbrigða. Sprunguverkin taka marga mánuði jafnvel ár að verða til.

Verk á sýningu

Á Snæfellsnesi um haust
olía á hör
100
x 100 cm
780.000 kr.
HÁ151
Fossinn I
olía á hör
70
x 50 cm
590.000 kr.
HÁ152
Fossinn II
olía á hör
70
x 50 cm
590.000 kr.
HÁ153
Fossinn III
olía á hör
180
x 120 cm
1.400.000 kr.
HÁ144
Fossinn IV
olía á hör
180
x 120 cm
1.400.000 kr.
HÁ145
Fossinn V
olía á hör
160
x 90 cm
1.100.000 kr.
HÁ146
Fossinn VI
olía á hör
160
x 90 cm
1.100.000 kr.
HÁ147
Hrímfrost
olía á hör
130
x 130 cm
1.600.000 kr.
HÁ143
Leiðin Vestur
vatnslitir á silki
45
x 45 cm
420.000 kr.
HÁ150
Lífsins tré vex í undirdjúpunum
olía á hör
150
x 100 cm
1.100.000 kr.
HÁ140
Liljurnar
vatnslitir
140
x 140 cm
1.300.000 kr.
HÁ149
glue, pigment on canvas
120
x 120 cm
1.400.000 kr.
HÁ148
Öskufall
olía á hör
70
x 70 cm
690.000 kr.
HÁ142
Öskufall
hafkalk og vatnslitir
90
x 90 cm
790.000 kr.
HÁ154
Skuggafall
olía á hör
180
x 120 cm
1.400.000 kr.
HÁ141

Harpa Árnadóttir (1965) er fædd á Bíldudal en ólst upp í Ólafsvík á Snæfellsnesi. Harpa sneri sér að myndlist eftir að hafa lokið BA gráðu í sögu og bókmenntum við Háskóla Íslands. Hún nam við Myndlista- og Handíðaskólann og lagði síðan stund á framhaldsnám við Konsthögskolan Valand í Gautaborg. Verk Hörpu hafa verið keypt og sýnd af söfnum víða í Evrópu og þau birtust á fyrsta tvíæringnum í Gautaborg, á Momentum, sjötta norræna tvíæringnum í samtímalist í Moss í Noregi. Árið 1995 vann hún virtu teiknikeppnina Unga tecknare sem National Museum í Stokkhólmi efndi til fyrir unga myndlistarmenn. Þær teikningar eru nú í eigu Moderna Museet í Stokkhólmi. Vatnslitaverk hennar hafa unnið til Col Art vatnslitaverðlaunanna hjá Nordiska Akvarellsalskapet. Málverk hennar hafa verið tilnefnd til forvals í Carnegie Art Award. Nýleg einkasýning Hörpu er Surface of memory í í Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn, 2022-23. Harpa býr og starfar í Reykjavík.

Harpa Árnadóttir. Ljósmyndari: Einar Falur Ingólfsson
Shopping Cart