4.04 –
19.04.2025
@ Listval Gallery

Lilý Erla Adamsdóttir & Thora Finnsdóttir

Að lesa í hraun

Fegurð íslenskrar náttúru – snævi þaktar fjallshlíðar, mosavaxið land og víðáttumiklar hraunbreiður – hefur lengi veitt listafólki og hönnuðum innblástur. Þessi kröftugu einkenni landslagsins mynda sameiginlegan snertiflöt í samstarfi Lilý Erlu Adamsdóttur og Thoru Finnsdóttur. Samvinna þeirra, sem er í sífelldri þróun, er nú sýnd í fyrsta sinn á HönnunarMars í Listval Gallerí.

Lilý Erla og Thora nálgast listina hvor með sínu móti, en í samvinnu þeirra myndast samtal þar sem hugmyndir, aðferðir og efnisnotkun fléttast saman. Lilý Erla vinnur með efnismiðaða og rýmislega nálgun þar sem textílverk hennar spretta úr persónulegum upplifunum og verða að huglægri túlkun á formum og fyrirbrigðum náttúrunnar. Thora nálgast viðfangsefnið á annan hátt. Í verkum sínum skoðar hún tengsl manns og náttúru og leitast við að miðla nærveru og sérstöðu íslensks landslags. Með skúlptúrum og steinþrykki vinnur hún úr hughrifum og leitar að sögum sem búa í efninu – þar sem náttúran stýrir samspili forms og útfærslu.

Sýningin varpar ljósi á hvernig þessar ólíku aðferðir hafa áhrif hvor á aðra og mynda lifandi samtal milli textíls og keramiks. Lífræn, bylgjótt form verkanna kalla fram hraunbreiður Íslands, en abstrakt eðli þeirra gefur til kynna tengingu sem nær út fyrir náttúruna sjálfa og að mannslíkamanum. Verkin hvetja áhorfendur til að íhuga eigið samband við landslagið og náttúruna sem mótar tilveru okkar.

Verk á sýningu

mohair, ull, polyester
135
x 80 cm
720.000 kr.
LEA059
Bruðningsbreiða
mohair, ull, polyester
66
x 71 cm
330.000 kr.
LEA064
mohair, ull, polyester
30
x 120 cm
270.000 kr.
LEA061
Curved lava
stoneware clay
21
x 50 cm
160.000 kr.
TF06
Gróð undir Grámosa
mohair, ull, polyester
100
x 105 cm
680.000 kr.
LEA062
Imitating landscape #1
stoneware clay
18
x 46 cm
95.000 kr.
TF01
Imitating landscape #2 – Flowing brown
stoneware clay
22
x 31 cm
85.000 kr.
TF04
Imitating landscape #2 – Mossy greens
stoneware clay
22
x 31 cm
85.000 kr.
TF03
Imitating landscape #2 – Stone grey
stoneware clay
23
x 31 cm
85.000 kr.
TF08
Imitating landscape #3
stoneware clay
28
x 32 cm
90.000 kr.
TF07
Imitating landscape #4 – Mossy grey
stoneware clay
33
x 45 cm
110.000 kr.
TF11
Lava lichen
stoneware clay
30
x 34 cm
150.000 kr.
TF12
Lava section #1 – Imprint near Helgafell
fiber concrete
67
x 88 cm
260.000 kr.
TF09
Lava section #2 – Imprint near Helgafell
fiber concrete
55
x 32 cm
255.000 kr.
TF10
mohair, ull, polyester
105
x 105 cm
680.000 kr.
LEA060
Sinuous lava
stoneware clay
29
x 34 cm
140.000 kr.
TF05
Structures in reverse #1
stoneware clay
34
x 36 cm
95.000 kr.
TF02
Structures in reverse #2
stoneware clay
31
x 34 cm
95.000 kr.
TF13
mohair, ull, polyester
64
x 74 cm
330.000 kr.
LEA063

Lilý Erla Adamsdóttir vinnur á mörkum myndlistar, hönnunar og listhandverks. Yfirborð er henni hugleikið, hvort sem um ræðir yfirborð náttúrunnar eða mennskunnar. Í verkum sínum skoðar hún handgerða endurtekningu, möguleika hennar og takmarkanir. Hvernig hið einstaka kallast á við fjöldann um leið og fjöldinn skapar einstakan samhljóm. Vinnuferli Lilýjar einkennist af stöðugu samtali við efnið, þar sem eitt leiðir af öðru. Undanfarið hefur hún nýtt sér eiginleika tufttækninnar til skoðunar á þræðinum og sjónrænna áhrifa hans, þegar kemur að samspili lita og efniseiginleika. Lilý talar ýmist um verkin sín sem loðin málverk eða dansandi útsaum. Lilý Erla Adamsdóttir (f. 1985) lauk BA gráðu í myndlist frá LHÍ 2011 og MA gráðu í listrænum textíl frá Textilhögskolan í Borås í Svíþjóð 2017.

Thora Finnsdóttir er listamaður og hönnuður búsett í Danmörku. Hún útskrifaðist frá Konunglegu dönsku akademíunni árið 2009 og starfar nú í Frederiksværk. Djúpt innblásin af hinum sterku andstæðum íslenska landslagsins spannar sköpun hennar margar aðferðir og miðla, þar sem mörkin milli listar og hönnunar verða óljós. Verkin sem eru á sýningunni endurspegla aðdáun hennar á síbreytilegri náttúru Íslands og fanga hráa fegurð hennar í keramikform.

Shopping Cart