Snertipunktar / Touchpoints
Vatnslitur, segulvirkt pigment, þurrpastel
64
x 50 cm
Anna Rún (1980) starfar jafnt á Íslandi og í Berlín Þýskalandi. Í listrænni rannsókn sinni varpar Anna Rún sértæku ljósi á eigið samband við efnisheiminn og náttúru efnanna sem hún vinnur með. Í gegnum sviðsetningar og efnislega gjörninga tengir listakonan náttúru ólíkra efna við frumspekilegar grunnforsendur lífsins, til að mynda hringsnúning plánetunnar og himingeimsins, þyngdaraflið og segulsvið jarðarinnar. Listakonan rannsakar atbeini (agency) efnanna sjálfra og möguleika þeirra til að skrásetja eða opinbera sjónrænan söguþráð. Með þessari rannsókn reynir oft á gagnkvæm tengsl og tengslaleysi hinnar manngerða náttúru og altækari náttúru sem heldur utan um hið manngerða með óvæntum og ófyrirsjáanlegum hætti.
210.000 kr.
FREKARI UPPLÝSINGAR
Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um verk eða listamann vinsamlega sendu okkur fyrirspurn með hnappinum hér að neðan.