Ofið málverk (mótvægi) IV / Woven painting (counterbalance) IV
, 2022
Akrýl, bómull, hör, ull, viður / Acryllics, cotton, linen, wool, wood
36
x 41 cm
Verkið er úr seríunni Ofin málverk þar sem Ingunn Fjóla kannar mörk málverks og vefnaðar. Nákvæmlega málaður viðarrammi heldur utan um handofinn flöt, þar sem uppistaðan er skilin eftir óofin að hluta. Litafletir eru bæði utan á og inn í rammanum svo nema má endurvarp þeirra á veggnum þannig að vefur, rammi og litir renna saman í eina heild. Með því að handmála uppistöðuna verður mynstrið óreglulegt og þræðir misjafnlega vel þaktir af málningu. För eftir hönd listamannsins og vinnuferlið eru sýnileg, þar sem tilviljanir brjóta upp hið reglubundna mynstur og malerísk nálgun verður áþreifanleg.
132
195.000 kr.
FREKARI UPPLÝSINGAR
Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um verk eða listamann vinsamlega sendu okkur fyrirspurn með hnappinum hér að neðan.