Miðsitja

, 2023

German etching

60

x 60 cm

Eva Schram birtir okkur ljósmyndir af íslenskri náttúru og fjallamóðunni sem gerir fjöllin fjarlæg og framandi, líkt og himinn og jörð renni saman í eina óræða heild. Verkin hafa þróast á ferðum hennar um öræfi Íslands og dvöl í afskekktum sveitum. Listsköpun Evu dansar á mörkum ljóðs og myndlistar – þau þræða einstigið milli teikninga, ljósmynda og texta. Myndir hennar eru minimalískar en fullar af dulúð og óreiðu sem leitar á mann og dregur augað inn í rammann. Maður finnur sterkt fyrir andrúmslofti náttúrunnar sem bergmálar af myndunum út í buskann – inn í gnauðandi vindinn, lemjandi regnið og þétta þoku og skugga sem leggjast yfir linsuna.

Eva Schram er listakona, búsett í Reykjavík. Í sköpun sinni dvelur hún á mörkum ljóð- og myndlistar. Í þeim aðferðum sem Eva notar til að formgera hugarsmíð mætir sjónlistin orðlistinni í afurð ljósmynda, gjörninga, vídeóverka og kveðskapar. Tungumálið er miðlægt tjáningarform Evu og undirrót hvers verks. Hún gerir tilraunir til að yrkja í augsýn með því að samtvinna orð og mynd í svokölluðum sjónljóðum. Verk hennar eru persónuleg og segja gjarnan sögu án þess styðja sig við línulega frásögn.

ES009

250.000 kr.

FREKARI UPPLÝSINGAR

Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um verk eða listamann vinsamlega sendu okkur fyrirspurn með hnappinum hér að neðan. 

Email*
Nafn*
Skilaboð*
Skrá á póstlista?

FLEIRI VERK

Eva Schram

Þúfnager
prent á German etching
100
x 100 cm
340.000 kr.
ES008

Eva Schram

Ámátur
German etching
60
x 60 cm
250.000 kr.
ES012

Eva Schram

Gómur
German etching
80
x 80 cm
290.000 kr.
ES013

Eva Schram

Án titils
Ljósmynd á Hahnemuhle Photo Rag pappír
62.5
x 62.5 cm
250.000 kr.
174

Eva Schram

Lær leggur
prent á German etching
100
x 100 cm
340.000 kr.
ES006

Eva Schram

Ívera
Ljósmynd á Hahnemuhle Photo Rag pappír
62.5
x 62.5 cm
250.000 kr.
ES015
Shopping Cart

Hafir þú spurningar um myndlistarráðgjöf, einstaka verk eða í leit af verki eftir ákveðinn listamann ekki hika við að senda okkur tölvupóst á netfangið listval@listval.is eða fylla út formið hér að neðan.

Nafn*
Netfang*
Skilaboð
Vantar þig hugmynd að nýjum verkum? Aðstoð við upphengi? Eða almenna ráðgjöf?

LISTVAL @ HARPA

LISTVAL @ GRANDI