Eyja
Blönduð tækni á stirga
36
x 25 cm
Verkið tilheyrir sýningu Geirþrúðar Einarsdóttur, Staður, í Norr11 dagana 20.08-10.10.2022.
Á sýningu Geirþrúðar Einarsdóttur Staður gefur að líta þrívíð málverk, eins konar lágmyndir, sem sækja innblástur sinn til landslags og loftmynda af náttúrunni á óræðum stöðum. Í verkum sínum leitast Geirþrúður við að fanga víðáttu á litlum fleti í landslagi sem þrengir stöðugt að manni. Hún veltir fyrir sér tilfinningunni og andstæðunni sem birtist í því að þjóta áfram en standa á sama tíma grafkyrr. Verk hennar vísa í handverkið, þau eru unnin á nákvæman hátt; skorin út í karton og klædd með máluðum hörstriga. Stundum myndast toppar og skurðir á jaðri strigans og brjóta þannig upp ferningslaga formið.
Geirþrúður Einarsdóttir (f. 1989) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands vorið 2016. Haustið eftir útskrift var hún starfsnemi í listamannarekna rýminu A-Dash í Aþenu. Í dag býr hún og starfar í Reykjavík. Hún hefur sýnt á ýmsum samsýningum, bæði hér heima og erlendis. Staður er hennar fyrsta einkasýning.
130.000 kr.
FREKARI UPPLÝSINGAR
Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um verk eða listamann vinsamlega sendu okkur fyrirspurn með hnappinum hér að neðan.