Rakel McMahon

Rakel McMahon er fædd árið 1983 og býr og starfar á milli Reykjavíkur og Aþenu. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2008, diplóma gráðu í hagnýtri jafnréttisfræði við Háskóla Íslands árið 2009 og M.Art.Ed í listkennslufræðum við Listaháskóla Íslands árið 2014. Rakel McMahon hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum auk annarra menningarlegra viðburða á Íslandi og víða erlendis. Meðal sýninga árið 2021 eru Waiting Room í Harbinger, Safari of Sorts hjá Ltd. Ink Corporation í Glasgow, Skotlandi, LAX í Þulu gallerí og Head to Head í Aþenu, Grikklandi. Auk þess hefur hún komið að stofnun, skipulagningu og rekstri sýningarverkefna og viðburða á sviði menningar og listar. Þar má nefna fyrrum stjórnarmeðlimur Sequences Listahátíðar og Nýlistasafnsins í Reykjavík.  Þá hefur Rakel unnið töluvert mikið í samstarfi við aðra listamenn og má þar helst nefna sviðsverk með skáldinu Bergþóru Snæbjörnsdóttur undir nafninu Wunderkind Collective og samstarf við myndlistarkonuna Evu Ísleifs. Rakel McMahon vinnur verk sín í ólíka miðla s.s. teikningu, málverk, textaverk og gjörning sem einkennast gjarnan af tvíræðni, myndlíkingu og húmor. Viðfangsefni verkanna hverfast oftar en ekki í kringum mannlega hegðun, samfélagslegan valdastrúktúr og sjónræna menningu. Hin sammanlega vitund er í forgrunni í verkum hennar þar sem hún leitast við að finna nýtt sjónahorn á því kunnuglega, frá knattspyrnu til öryggisleiðbeininga í flugvélum.
Rakel

Skráðu netfangið þitt hér og við sendum þér fleiri fáanleg verk. 

 

Email*
Nafn*
Skilaboð*
Skrá á póstlista?

Rakel McMahon

Rakel McMahon er fædd árið 1983 og býr og starfar á milli Reykjavíkur og Aþenu. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2008, diplóma gráðu í hagnýtri jafnréttisfræði við Háskóla Íslands árið 2009 og M.Art.Ed í listkennslufræðum við Listaháskóla Íslands árið 2014. Rakel McMahon hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum auk annarra menningarlegra viðburða á Íslandi og víða erlendis. Meðal sýninga árið 2021 eru Waiting Room í Harbinger, Safari of Sorts hjá Ltd. Ink Corporation í Glasgow, Skotlandi, LAX í Þulu gallerí og Head to Head í Aþenu, Grikklandi. Auk þess hefur hún komið að stofnun, skipulagningu og rekstri sýningarverkefna og viðburða á sviði menningar og listar. Þar má nefna fyrrum stjórnarmeðlimur Sequences Listahátíðar og Nýlistasafnsins í Reykjavík.  Þá hefur Rakel unnið töluvert mikið í samstarfi við aðra listamenn og má þar helst nefna sviðsverk með skáldinu Bergþóru Snæbjörnsdóttur undir nafninu Wunderkind Collective og samstarf við myndlistarkonuna Evu Ísleifs. Rakel McMahon vinnur verk sín í ólíka miðla s.s. teikningu, málverk, textaverk og gjörning sem einkennast gjarnan af tvíræðni, myndlíkingu og húmor. Viðfangsefni verkanna hverfast oftar en ekki í kringum mannlega hegðun, samfélagslegan valdastrúktúr og sjónræna menningu. Hin sammanlega vitund er í forgrunni í verkum hennar þar sem hún leitast við að finna nýtt sjónahorn á því kunnuglega, frá knattspyrnu til öryggisleiðbeininga í flugvélum.
Rakel

Skráðu netfangið þitt hér og við sendum þér fleiri fáanleg verk. 

 

Email*
Nafn*
Skilaboð*
Skrá á póstlista?

Verk

Waiting Room
Prent | Edition 20+2AP
29,7
x 42 cm
50.000 kr.70.000 kr.
RM007
Shopping Cart