Katla Rúnarsdóttir
Katla Rúnarsdóttir (f. 1996) er myndlistarkona sem býr og starfar í Kaupmannahöfn. Katla lauk BA námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2019. Verkin eru unnin í keramik og fjalla gjarnan um birtingamynd umhyggju og ófyrirsjáanleikann í leirnum. Hennar helstu viðfangsefni eru persónusköpun, húmor og furðuverur.
