Hjörtur Matthías Skúlason
Hjörtur Matthías Skúlason er fæddur á Patreksfirði 1979 og ólst upp á Rauðasandi í Vesturbyggð. Hann lauk fornámi við Myndlistarskólann í Reykjavík áður en hann hóf nám í Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 2013 með BA gráðu í vöruhönnun. Sérkenni Hjartar síðast liðin ár eru manngerðir skúlptúrar, handsaumaðar dúkkur sem minna okkur á hlutskipti mannsins og tengsl við náttúruna, fegurð og óhugnað, en í tvívíðum myndverkum verður líkami dúkkunnar að kyrrstæðri spennu, krafti sem býr undir niðri, munúðarfullu landslagi. Rauður þráður verkanna er skilgreyning á hegðun. Eginlega perforamtívt án þess að vera performans, stillimynd af hegðun. Sviðsetning hegðunar á mjög hljóðlátan hátt. Kynleysi skúlptúranna er ríkjandi, dúkkur sem þrá með sínar leitandi hendur eins og ég og þú, þrá eftir samruna, heild. Þetta er í rauninni félagslegt ummfjöllunarefni en verkið (dúkkan) stendur á endanum ein eftir sem holdgerfingur mannlegrar hegðinar.

Skráðu netfangið þitt hér og við sendum þér fleiri fáanleg verk.
There was an error trying to submit form. Please try again later.
Hjörtur Matthías Skúlason
Hjörtur Matthías Skúlason er fæddur á Patreksfirði 1979 og ólst upp á Rauðasandi í Vesturbyggð. Hann lauk fornámi við Myndlistarskólann í Reykjavík áður en hann hóf nám í Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 2013 með BA gráðu í vöruhönnun. Sérkenni Hjartar síðast liðin ár eru manngerðir skúlptúrar, handsaumaðar dúkkur sem minna okkur á hlutskipti mannsins og tengsl við náttúruna, fegurð og óhugnað, en í tvívíðum myndverkum verður líkami dúkkunnar að kyrrstæðri spennu, krafti sem býr undir niðri, munúðarfullu landslagi. Rauður þráður verkanna er skilgreyning á hegðun. Eginlega perforamtívt án þess að vera performans, stillimynd af hegðun. Sviðsetning hegðunar á mjög hljóðlátan hátt. Kynleysi skúlptúranna er ríkjandi, dúkkur sem þrá með sínar leitandi hendur eins og ég og þú, þrá eftir samruna, heild. Þetta er í rauninni félagslegt ummfjöllunarefni en verkið (dúkkan) stendur á endanum ein eftir sem holdgerfingur mannlegrar hegðinar.

Skráðu netfangið þitt hér og við sendum þér fleiri fáanleg verk.
There was an error trying to submit form. Please try again later.