Gjörningaklúbburinn
Gjörningaklúbburinn sem nú er skipaður myndlistarkonunum Eirúnu Sigurðardóttur og Jóní Jónsdóttur var stofnaður af þeim ásamt myndlistarkonunni Sigrúnu Hrólfsdóttur árið 1996. Sigrún starfaði í Gjörningaklúbbnum til ársins 2016 og grafíski hönnuðurinn Dóra Ísleifsdóttir frá árinu 1996 til 2001.
Hugmyndir Gjörningaklúbbsins tengjast oft félagslegum málefnum með feminískum áherslum í bland við glettni og hressandi einlægni. Gjörningaklúbburinn vinnur í þá miðla sem þjóna hugmyndum hans hverju sinni, svo sem gjörninga, ljósmyndir og innsetningar og nýtir sér gjarnan verkfræði ömmunar, handverk og útsjónarsemi í bland við glæsileika og nútímatækni.
Gjörningaklúbburinn vann með Björk Guðmundsdóttur fyrir Volta plötu hennar 2007 og hefur í gegnum árin unnið að fjölbreyttum verkefnum með listafólki á borð við GusGus, Ensamble Adapter, Ragnari Kjartanssyni og Kiyoshi Yamamoto.
Gjörningaklúbburinn á að baki fjölda einka- og samsýninga í söfnum og galleríum um allan heim þar á meðal MoMA í New York, Kunstahalle Vienna, Schirn Kunsthalle, Hamburger Bahnhof, Amos Anderson, ARoS og Lilith Performance Studio.
Current members of The Icelandic Love Corporation: Jóní Jónsdóttir and Eirún Sigurðardóttir. Photographer Saga Sigurðardóttir, 2023
Skráðu netfangið þitt hér og við sendum þér fleiri fáanleg verk.
Download CV
Gjörningaklúbburinn
Gjörningaklúbburinn sem nú er skipaður myndlistarkonunum Eirúnu Sigurðardóttur og Jóní Jónsdóttur var stofnaður af þeim ásamt myndlistarkonunni Sigrúnu Hrólfsdóttur árið 1996. Sigrún starfaði í Gjörningaklúbbnum til ársins 2016 og grafíski hönnuðurinn Dóra Ísleifsdóttir frá árinu 1996 til 2001.
Hugmyndir Gjörningaklúbbsins tengjast oft félagslegum málefnum með feminískum áherslum í bland við glettni og hressandi einlægni. Gjörningaklúbburinn vinnur í þá miðla sem þjóna hugmyndum hans hverju sinni, svo sem gjörninga, ljósmyndir og innsetningar og nýtir sér gjarnan verkfræði ömmunar, handverk og útsjónarsemi í bland við glæsileika og nútímatækni.
Gjörningaklúbburinn vann með Björk Guðmundsdóttur fyrir Volta plötu hennar 2007 og hefur í gegnum árin unnið að fjölbreyttum verkefnum með listafólki á borð við GusGus, Ensamble Adapter, Ragnari Kjartanssyni og Kiyoshi Yamamoto.
Gjörningaklúbburinn á að baki fjölda einka- og samsýninga í söfnum og galleríum um allan heim þar á meðal MoMA í New York, Kunstahalle Vienna, Schirn Kunsthalle, Hamburger Bahnhof, Amos Anderson, ARoS og Lilith Performance Studio.
Current members of The Icelandic Love Corporation: Jóní Jónsdóttir and Eirún Sigurðardóttir. Photographer Saga Sigurðardóttir, 2023
Skráðu netfangið þitt hér og við sendum þér fleiri fáanleg verk.
Download CV
Verk
Tengdar fréttir
Gjörningaklúbburinn
Flökkusinfónía, samstarfsverkefni Gjörningaklúbbsins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands, verður frumflutt á Myrkum músíkdögum.
Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Myrkum músíkdögum 2024 fá tónleikagestir að upplifa nýstárlegt verk Gjörningaklúbbsins, Flökkusinfónu, þar sem tónlist, myndlist og kvikmyndalist renna saman í eitt.
Einkasýning
Gjörningaklúbburinn: Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir opna fyrstu einkasýningu Gjörningklúbbsins í Berlín í Gallery Gudmundsdottir
Gjörningaklúbburinn: Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir opnuðu fyrstu einkasýningu Gjörningklúbbsins í Berlín, Blóðuga líf, í Gallery Gudmundsdottir í september.