Brynhildur Þorgeirsdóttir
Brynhildur Þorgeirsdóttir (f. 1955) hefur alla tíð unnið með steinsteypu og gler. Í skúlptúrum sínum, sem eru steyptir með steinsteypu, myndast samtal á milli glersins og sandsins því form glersins leiðir áfram form steypunnar. Þannig lætur hún efnið ráða ferlinu og leyfir verkinu að tala til sín. Hún steypir gler í sand eins og hraunflæði og blæs í gler eins og planta sem vex. Brynhildur hermir ekki eftir náttúrunni, hún vinnur einfaldlega eins og hún.
Brynhildur stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Gerrit Rietveld Academie í Hollandi og California College of Arts and Crafts, auk sérnáms í gleri við Orrefors í Svíþjóð og Pilchuck Glass School í Bandaríkjunum. Verk Brynhildar er að finna í öllum helstu söfnum landsins og í erlendum söfnum. Útilistaverk eru í m.a. í eigu Reykjavíkurborgar, Garðabæjar, Akureyrar og Alingsås í Svíþjóð. Hún hefur hlotið styrki og viðurkenningar fyrir verk sín og má þar nefna að hún hefur tvisvar sinnum fengið úthlutun úr The Pollock-Krasner Foundation.
Skráðu netfangið þitt hér og við sendum þér fleiri fáanleg verk.
Brynhildur Þorgeirsdóttir
Brynhildur Þorgeirsdóttir (f. 1955) hefur alla tíð unnið með steinsteypu og gler. Í skúlptúrum sínum, sem eru steyptir með steinsteypu, myndast samtal á milli glersins og sandsins því form glersins leiðir áfram form steypunnar. Þannig lætur hún efnið ráða ferlinu og leyfir verkinu að tala til sín. Hún steypir gler í sand eins og hraunflæði og blæs í gler eins og planta sem vex. Brynhildur hermir ekki eftir náttúrunni, hún vinnur einfaldlega eins og hún.
Brynhildur stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Gerrit Rietveld Academie í Hollandi og California College of Arts and Crafts, auk sérnáms í gleri við Orrefors í Svíþjóð og Pilchuck Glass School í Bandaríkjunum. Verk Brynhildar er að finna í öllum helstu söfnum landsins og í erlendum söfnum. Útilistaverk eru í m.a. í eigu Reykjavíkurborgar, Garðabæjar, Akureyrar og Alingsås í Svíþjóð. Hún hefur hlotið styrki og viðurkenningar fyrir verk sín og má þar nefna að hún hefur tvisvar sinnum fengið úthlutun úr The Pollock-Krasner Foundation.
Skráðu netfangið þitt hér og við sendum þér fleiri fáanleg verk.