Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir
Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir (f. 1977) útskrifaðist með B.A. gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2009 og M.A. gráðu í listkennslu frá sama skóla árið 2020. Síðastliðin ár hefur Anna verið að vinna með óhlutbundinþrívíð form málverksins í anda strangflatalistar. Viðfangsefni verkanna er að skoða sambandið á milli forma og lína í gegnum hið flæðiskennda annars vegar og strangflatalega hins vegar sem ýmist er í samhljómi eða takast á. Þetta kannar hún út frá mismunandi sjónarhornum og í samhengi lita, forma og rýmis.
