Lilja Birgisdóttir

Ilmur landslags

11.09–16.10 2021

Texti

Á sýningunni skoðar Lilja Birgisdóttir plöntur og gróður og þann ilm sem þeim fylgir. Ljósmyndirnar eru nokkurs konar portrett af blómunum þar sem hún velur liti plantnanna út frá upplifun sinni á ilminum sem er af blóminu.

Í verkum sínum hefur Lilja lengi rannsakað liti og þá sérstaklega hvernig þeir breytast eftir birtu skilum og tíma dags. Hún tekur litina út, málar aðra á sem tengjast hennar eigin upplifun í návist blómsins og tengir saman sjónræna skynjun og lyktarskyn. Samhliða ljósmyndunum hefur hún gert ilm úr plöntunum sem veitir áhorfandanum innsýn í lykt plantanna og tengir okkur við efnislegan heim þeirra. 

Á sýningunni má einnig sjá ljósmyndir af litlausu sólarlagi. Fjarvera litanna fær áhorfandann til að upplifa skýjagljúfur og sólarlag með öðrum hætti en í raunveruleikanum. Raunverulegir litir ljósmyndarinnar eru fjarlægðir en sameinaðir á ný í láréttum litaskala fyrir neðan ljósmyndina. Áhorfandinn fær það verkefni að nota ímyndunaraflið við að glæða ljósmyndina lit í huganum. 

Lilja Birgisdóttir (f. 1983) lauk námi í ljósmyndun við Konunglega listaháskólann í Hollandi árið 2007 og BA námi við Listaháskóla Íslands árið 2010. Frá námslokum hefur hún verið einn aðstandanda listamannarekna gallerísins Kling og Bang í Reykjavík og 2011 stofnaði hún listatímaritið Endemi ásamt öðrum listakonum. Lilja hefur unnið í mörgum miðlum og fengist við myndverk, videólist, hljóðgjörninga og ljósmyndun. Þá var Lilja höfundur opnunarverks Listahátíðar í Reykjavík 2013, The Vessel Orchestra, þar sem hún vann með kapteinum Reykjavíkurhafnar að því að búa til hljóðgjörning með skipaflautum fimmtán skipa. Lilja er einn af stofnendum Fisher ilmgerðar.

Verk á sýningu

55 x 43 cm

Silver gelatin prent, olía

170.000 kr.

SELT

55 x 43 cm

Silver gelatin prent, olía

170.000 kr.

SELT

55 x 43

Silver gelatin prent, olía

170.000 kr.

55 x 43 cm

Silver gelatin prent, olía

170.000 kr.

SELT

55 x 43 cm

Silver gelatin prent, olía

170.000 kr.

55 x 43 cm

Silver gelatin prent, olía

170.000 kr.

64 x 54 cm

Silver gelatin prent, olía

190.000 kr.

SELT

55 x 43

Silver gelatin prent, olía

170.000 kr.

95 x 110 cm

Silver gelatin prent, olía

270.000 kr.

95 x 110

Silver gelatin prent, olía

270.000 kr.

95 x 110

Silver gelatin prent, olia

270.000 kr.

Hafir þú spurningar um einstaka verk eða í leit af verki eftir ákveðinn listamann ekki hika við að hafa samband. Við erum í samstarfi við fjöldann allan af listamönnum og helstu galleríin á Íslandi.

Listval veitir ráðgjöf við vali á listaverkum fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir.

Listval, Hólmaslóð 6, 101 Reykjavík.

Elísabet Alma Svendsen

(+354) 694-6048
elisabet@listval.is

Helga Björg Kjerúlf

(+354) 693-3742
helga@listval.is

Póstlisti

Við sendum þér fréttir af listalífinu og því sem er að gerast hjá Listval hverju sinni.