Halldór Ragnarsson

30.12 – 09.11 2020

Texti

Halldór Ragnarsson er fyrsti listamaðurinn sem sýnir verk sín í sýningaröð Listvals í Norr11. Halldór er fæddur árið 1981 og býr og starfar í Reykjavík. Hann vinnur aðallega með málverk sem miðil og notar oft texta í verkum sínum þar sem setningar eða orð endurtaka sig. Stóru verkin á sýningunni eru einkennandi fyrir þessa nálgun. Minni verkin einkennast af hráum viðareiningum, sumar málaðar, aðrar ómeðhöndlaðar, sem hann svo raðar saman. Efniviðurinn er hér endurtekningin í stað orða eða setninga. Þegar titlar verkanna eru skoðaðir skapa þeir ákveðna upplifun og túlkun fyrir áhorfandann sem gaman er að velta fyrir sér.

Halldór Ragnarsson lærði myndlist í Listaháskóla Íslands. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér á Íslandi og erlendis.

Verk á sýningu

Acrylic, enamel & graphite on wood
Dimensions 61 × 78 cm

SELT

Hafir þú spurningar um einstaka verk eða í leit af verki eftir ákveðinn listamann ekki hika við að hafa samband. Við erum í samstarfi við fjöldann allan af listamönnum og helstu galleríin á Íslandi.

Listval veitir ráðgjöf við vali á listaverkum fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir.

Listval, Austurbakki 2, 101 Reykjavík.

Elísabet Alma Svendsen

(+354) 694-6048
elisabet@listval.is

Helga Björg Kjerúlf

(+354) 693-3742
helga@listval.is

Póstlisti

Við sendum þér fréttir af listalífinu og því sem er að gerast hjá Listval hverju sinni.