Hvernig fer ráðgjöf fram?

Hvert og eitt verkefni byrjar á samtali, hvort sem það er í formi heimsóknar, fundar eða með spurningalista. Þannig komumst við nær því sem viðkomandi er að leita eftir hverju sinni.

Hér má sjá verk eftir Gjörninaklúbbinn.

Ef óskað er eftir ráðgjöf á myndlist setjum við upp sjónrænt skjal með hugmyndum af verkum. Viðkomandi fær þannig tilfinningu fyrir því hvernig ákveðið verk kæmi til með að líta út á heimilinu.

Við val á verkum er litið til hönnunar rýmis og húsgagna s.s. efni, lita og áferðar. Þá höfum við einnig í huga staðsetningu verks gagnvart birtu, stærð rýmis og arkitektúrs.

Ef óskað er eftir ráðgjöf við upphengi þá metum við hvert og eitt verkefni útfrá umfangi og setjum upp verkáætlun.

Til þess að tryggja að einstaka verk njóti sín sem best, s.s. eldri verk, bæði fagurfræðilega og útfrá varðveislusjónarmiðum aðstoðum við einnig við að finna hentuga ramma og eða komum með tillögur að endurinnrömmun.

Að lokum sjáum við einnig um alla umsýslu s.s. greiðslur til listamanna, flutning á verkum o.s.frv.

Shopping Cart