fbpx
17.01 –
15.02.2025
@ Listval Gallery

Hallgrímur Árnason

Ró & æði

Málverk Hallgríms Árnasonar verða til í marglaga ferli þar sem hreyfing, tilviljanir og tími spila lykilhlutverk. Snarpar hreyfingar—strokur, skvettur og önnur expressíonísk ummerki eru áberandi í verkunum. Með endurteknum lögum málningar mótar hann yfirborð sem minnir á náttúrufyrirbæri, líkt og veðraðan stein, storknað hraun eða umbreytt landslag.  

Verk Hallgríms Árnasonar kalla fram tilfinningu fyrir einhverju frumstæðu; óræðu landslagi sem virðist bæði ókunnugt og framandi. Útkoman er upplifun sem vekur forvitni og hvetur áhorfandann til að mæta hinu óþekkta – ekki sem gátu til að leysa, heldur sem upplifun til að skynja.

Verk á sýningu

(ég) Hjarta (þú)
mixed media
40
x 230 cm
530.000 kr.
HAÁ035
Happ, glapp & skúrir með köflum
mixed media
140
x 200 cm
920.000 kr.
HAÁ034
Kossinn, Klimt & Kleina – Klapparstígur 7
mixed media
195
x 210 cm
1.200.000 kr.
HAÁ033
Líferni leikþátta – Harkalegt sjúsk
mixed media
30
x 40 cm
HAÁ038
Tvær flugur en níu líf
mixed media
370
x 210 cm
1.750.000 kr.
HAÁ036
Þvers & kruss
mixed media
155
x 230 cm
1.100.000 kr.
HAÁ037

Hallgrímur Árnason (f. 1988) býr og starfar í Vínarborg. Hann stundaði nám við Listaakademíuna í Vín, m.a. undir leiðsögn þýska listamannsins Daniel Richter. Hallgrímur hefur tekið þátt í fjölda sýninga erlendis, þar á meðal samsýningu á vegum sendiráðs Íslands í Vínarborg. Árið 2023 opnaði hann sína fyrstu einkasýningu, Fehlerhaft [kœtlyð], í Vínarborg. Sýningin Opnar skjöldur, sem haldin var í Listval í ágúst og september 2023, var jafnframt hans fyrsta einkasýning á Íslandi. Sýningin Ró og æði er önnur einkasýning Hallgríms  hjá Listval.

Shopping Cart