25.05 –
8.06.2024
@ Listval Gallery

Hólmfríður Sunna Guðmundsdóttir

Púls

Allt er á iði og ekkert stendur kyrrt. Í verkunum er tekist á við síkvikt eðli og óróleika náttúrunnar, þar sem allt springur út og að lokum dofnar. Ryþmískar og léttar pensilstrokur endurspegla reglubundið flæði og púls sköpunarverksins. Rík efniskennd og áferð eru áberandi en þau gefa óljósa tilfinningu hvort um sé að ræða hold, landslag, örheim eða kynjaverur. Olía og viðkvæm efni eins og kol og þurrpastel flæða saman en það er mikilvægur partur af sköpunarferlinu að efnin vinni sjálfstætt og renni saman á óvæntan hátt. Ef vel er að gáð má sjá glitta í fínlega teikningu eða kol undir málningunni og í gagnsæinu verður áhorfandinn var við endurtekin og iðandi mynstur sem liggja undir niðri. Mjúkir litir og lífræn form lokka áhorfandann inn í óræðan heim þar sem átök brjótast upp á yfirborðið.

Verk á sýningu

The Garden of Earthly Delights
Oil & coal on paper
65
x 100 cm
280.000 kr.
HSG05
Oil & acrylics on canvas
125
x 135 cm
HSG06
Oil & coal on paper
65
x 100 cm
280.000 kr.
HSG01
Oil & coal on paper
63
x 90 cm
HSG04
Oil on paper
63
x 90 cm
HSG02
Oil & acrylics on canvas
63
x 90 cm
HSG07

Hólmfríður Sunna Guðmundsdóttir (f. 1988) er myndlistarmaður búsett í Reykjavík. Hún lauk BA- gráðu í heimspeki árið 2015 frá Háskóla Íslands og tveggja ára diplóma námi í listmálun við Myndlistarskóla Reykjavíkur vorið 2024. Sýninigin Púls er fyrsta einkasýning Hólmfríðar Sunnu.

Shopping Cart