27.09 –
12.10.2024
@ Listval Gallery

Ynja Blær

Pása

Hún vaknar inn í kolniðamyrkur, uppúr djúpum svefni. Nóttin skorin í tvennt af stundar meðvitund. Hún sest upp í rúminu og rýnir inn í myrkrið umhverfis sig, horfir inn í fullkomið djúp, leyndasta svæði tilveru sinnar. Persónan hún er sofandi en forn vitund hennar vakandi, sá hluti hennar sem þekkir tíma eins og vin, þekkir þögnina sem sig sjálfa. Þessi hluti er harður og kúlulaga eins og lítið grjót. Það situr á botni myrkursins og fylgist með. 

– YNJA BLÆR

Verk á sýningu

Dagsetur
Blýantur á pappír
36
x 33 cm
YB005
Hádegi
Blýantur á pappír
36
x 33 cm
YB003
Myrkur
Blýantur á pappír
36
x 33 cm
YB006
Sólarlag
Blýantur á pappír
36
x 33 cm
YB004
Sólris
Blýantur á pappír
36
x 33 cm
YB002
Vitnið
Blýantur á grágrýti
45
x 35 cm
YB007

Ynja Blær Johnsdóttir (f. 1998, Reykjavík) lauk BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands vorið 2023. Hún vinnur helst í miðli blýantsteikningarinnar en verk hennar eru gjarnan teikningar af rýmum, unnar í lögum yfir langan tíma. Lýsa má ferlinu hennar eins og „long exposure” á filmu, þar sem mismunandi birtuskilyrði og andrúmsloft fá að máta sig inn í rýmið og eftir verður kjarni þess, jafnvel kjarni manneskjunnar sem í því býr.

Ljósmyndari: Nina Maria Allmoslechner
Shopping Cart