Hún vaknar inn í kolniðamyrkur, uppúr djúpum svefni. Nóttin skorin í tvennt af stundar meðvitund. Hún sest upp í rúminu og rýnir inn í myrkrið umhverfis sig, horfir inn í fullkomið djúp, leyndasta svæði tilveru sinnar. Persónan hún er sofandi en forn vitund hennar vakandi, sá hluti hennar sem þekkir tíma eins og vin, þekkir þögnina sem sig sjálfa. Þessi hluti er harður og kúlulaga eins og lítið grjót. Það situr á botni myrkursins og fylgist með.
– YNJA BLÆR