16.03 –
20.04.2024
@ Listval Gallery

Steingrímur Gauti

Lingering Space

Steingrímur Gauti nálgast málverkið af einstakri alúð og léttleika. Hann treystir á ferlið, lætur viljandi af stjórn og leyfir verkinu að verða til. Fyrir honum er listsköpun eðlislægt og líkamlegt ferli, fremur en vitsmunalegt. Ónákvæmni, endurtekning og höfnun gagnrýnnar hugsunar einkenna vinnubrögð hans og útkoman ber þess jafnan merki, þar sem verkin dansa á línu þess ljóðræna og barnslega. Hið daglega sköpunarferli er hans leið til íhugunar og hugleiðslu. „Ég hugsa ekki þegar ég mála. Hugurinn fylgir hendinni og málunin verður samræða við verkið sem er í vinnslu, nánast ósjálfrátt ferli. Útkoman er ekki endilega vitsmunaleg, frekar líkamleg og kraftmikil.

Verk hans eru á mörkum þess að vera tjáningarík og jarðbundin, þau fanga kjarna hversdagslífsins og náttúrunnar. Hver pensilstrokan er þrungin líkamleika og ákveðni, hann byggir nostursamlega hvert málningarlagið á fætur öðru og afhjúpar faldar teikningar og merki sem undirstrika áhuga hans á ferlinu. 

Samspil sköpunar, egósins og andlegs þroska er Steingrími ofarlega í huga. „Starf listamannsins er að mörgu leyti mjög sjálfhverft – sköpunin kemur innan frá okkur og væntingar okkar snúast um viðurkenningu og framfarir.  Við stjórnumst gjarnan af egóinu án þess að gera okkur grein fyrir því. Nýverið hef ég uppgötvað að ferðalag mitt sem Zen-nemi, og sem jógi, hefur hjálpað mér að aðskilja sjálfið og nota egóið sem verkfæri frekar en að láta það stjórna mér.

Lingering Space afhjúpar samræðu innra sjálfs Steingríms Gauta við heiminn í kringum hann og býður áhorfendum að kanna sínar eigin tilfinningar og innsæiog að uppgötva fegurðina í hversdeginum. 

Verk á sýningu

Án titils
Blönduð tækni
180
x 140 cm

Price on request

SG050
Án titils
Blönduð tækni
180
x 140 cm

Price on request

SG049
Án titils
Blönduð tækni
180
x 140 cm

Price on request

SG048
Án titils
Blönduð tækni
180
x 140 cm

Price on request

SG047
Án titils
Blönduð tækni
180
x 140 cm

Price on request

SG046
Án titils
Blönduð tækni
180
x 140 cm

Price on request

SG045
Án titils
Blönduð tækni
180
x 140 cm

Price on request

SG044
Án titils
Blönduð tækni
180
x 140 cm

Price on request

SG043
Án titils
Blönduð tækni
180
x 140 cm

Price on request

SG042
Án titils
Blönduð tækni
100
x 70 cm

Price on request

SG041

Steingrímur Gauti Ingólfsson (f. 1986) lauk BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2015 og hefur verið virkur á listasviðinu síðan. Hann hefur tekið þátt í samsýningum á Íslandi og erlendis og haldið nokkrar einkasýningar, þar á meðal sýninguna „Chop Wood, Carry Water,“ í Marguo-galleríinu í París. Verk Gauta má finna í opinberum söfnum og í einkaeigu í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Steingrímur Gauti býr og starfar í Reykjavík.

Shopping Cart