8.07 –
31.08.2021
@ Norr11

Hadda Fjóla Reykdal

Ljósmosagrár út í hvítt

Í verkum sínum skoðar Hadda blæbrigði litanna í náttúrunni og hvernig þeir breytast eftir birtu og í mismunandi veðurbrigðum. Litir steinanna, skeljanna, sandsins, fjallanna og hafsins eru rannsóknarefni Höddu Fjólu. Hún skoðar hvernig litir mosans breytast eftir árstíðum, hvernig frostið hefur áhrif á liti skeljanna og fjallanna í kringum okkur og hvernig sumarið hefur áhrif á liti laufanna og trjánna. Vinnuferli Höddu Fjólu einkennist af litskýringum þar sem hún skrásetur upplifanir sínar í náttúrunni í orð og vinnur svo verkin út frá þeim. Leiðarstefið í verkum hennar eru fínlegar doppur í láréttum og lóðréttum línum eða hringir lag ofan á lag svo úr verður þéttur vefur lita og forma. Með þessari tækni nær Hadda Fjóla fram þeirri upplifun sinni af blæbrigðum litanna sem hún skrásetur í náttúrunni.

Hadda Fjóla Reykdal (f. 1974) útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1998. Hún hefur haldið fjölda sýninga hérlendis sem og í Svíþjóð þar sem hún bjó í tíu ár.

Shopping Cart