Guðrún Einarsdóttir hefur skapað einstakan myndheim sem sóttur er í myndanir og form í kraftmikilli náttúru Íslands. Verk hennar líkjast óneitanlega landslagsmálverki, en þegar nær er komið sýna þau súrrealískan karakter með óhefðbundnum myndunum og dýpt lita. Innan marka strigans birtist á einstakan hátt hin gífurlega orka náttúrunnar þar sem efniviður málverksins, olían, bindi- og leysiefnin eru vakin upp og innra líf þeirra og efnasambönd eru stýrð af listamanninum. Hún skapar þannig umgjörð fyrir lífrænt ferli sem svipar til náttúrunnar og fær áhorfandann til að nema staðar við strigann og virða fyrir sér efnislandlagið.
Guðrún stundaði nám í málaradeild og fjöltæknideild Myndlista- og Handíðaskóla Íslands á 9. áratugnum, ásamt námskeiðum í efnafræði síðar á ferlinum. Undanfarna tvo áratugi hefur Guðrún Einarsdóttir tekið þátt í fjölda samsýninga, en einnig sýnt einkasýningar bæði á Íslandi og erlendis. Verk hennar er að finna bæði á opinberum söfnum sem og í einkaeign.