6.10 –
25.11.2023
@ LISTVAL GALLERY

Ragnhildur Ágústsdóttir

Fögur fyrirheit

Í verkum sínum fangar Ragnhildur Þóra Ágústsdóttir blæbrigði vatnslitarins af einstakri nákvæmni og tilfinningu fyrir viðfangsefninu þar sem íslenskir fuglar eru í aðalhlutverki. Ragnhildur vinnur verk sín með vatnslitum, gouache og kaffi á pappír en vatnsliturinn er krefjandi miðill sem tekur langan tíma að ná tökum á. Í verkum Ragnhildar er örfínn pensillinn dreginn eftir pappírnum með ýtrustu nákvæmni þar sem engin mistök eru leyfð. 

Fuglaverk Ragnhildar eiga sér fáar hliðstæður í samtímanum og segja má að þau stingi í stúf við flest það sem er að gerast í listheiminum í dag. Í verkum Ragnhildar felst ákveðið endurlit á fortíðinni og fagurfræði hennar þar sem hún sækir viðfangsefni og aðferð til náttúruvísinda- og listamanna 19. aldar og má þar helst nefna fuglamyndir náttúrufræðingsins, teiknarans og skáldsins Benedikts Gröndal (1826-1907) og enska fuglafræðingsins John Gould (1804-1881). 

Fuglar í verkum Ragnhildar eiga það sameiginlegt að hafa með einhverjum hætti verið einkennisfuglar Íslands og eiga sér fastan sess í íslenskri alþýðumenningu og þjóðtrú. Fálkinn tengist þjóðernisbaráttu Íslendinga og var um tíma þjóðartákn Íslands. Með Konungsúrskurði frá 3. október 1903 var ákveðið að skjaldarmerki Íslands skyldi vera “hvítur fálki með bláum grunni”. Hinn svipmikli og tígurlegi fálki sem birtist með endurteknum hætti í sýningarrýminu er byggður á gamla skjaldarmerki Íslands. Talið er að fálkamerkið eigi enn dýpri rætur í íslenskri menningarsögu, eða allt aftur til skjaldarmerkis Lopts ríka Guttormssonar (1375-1432) sem var íslenskur höfðingi, sýslumaður, hirðstjóri og riddari á 15. öld. Fálkamerkið má sjá víða í almannarýminu og var um tíma yfir dyrum alþingishússins og er enn yfir dyrum Safnahússins við Hverfisgötu.

Þjóðsögurnar og Íslendingasögurnar geyma margar sögur af fuglunum á sýningunni og má þar nefna þjóðsöguna um Illhvelið Rauðhöfða sem birtist í Þjóðsögum Jóns Árnasonar en þar kemur geirfuglinn við sögu. Frægust er þó sagan um síðasta geirfuglinn sem var drepinn þann 4. júní árið 1844 í Eldey af íslenskum sjómönnum fyrir náttúrugripasafnara í Danmörku. Lítil þjóðtrú fylgir dílarskarfanum en fuglinn var talinn geta veitt mönnum vísbendingu um fisk í sjó. Hann var líka veðurviti og réðu menn í veður af flugi hans eða hátterni. Himbrimans er getið í þjóðtrúnni sem veðurspárfugls og hefur verið titlaður einkennisfugl Þingvalla. 

Yfir verkum Ragnhildar svífur fortíðarandi og virðist hún ekki feimin við að endurvekja viðfangsefni liðinna tíma þegar náttúrufræðingar og listamenn hófu að kanna og skrásetja náttúruna. Þrátt fyrir að verkin á sýningunni dragi ótvírætt augað að hárfínni og lotningarfullri túlkun listamannsins á viðfangsefninu eru þau einnig áminning um útrýmingarhættu fugla á Íslandi og hið brotakennda og viðkvæma ástand lífríkisins í heild sinni.

Vigdís Rún Jónsdóttir, listfræðingur.

Verk á sýningu

Dílaskarfur
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48.5
x 36.5 cm
RA033
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48,5
x 36,5 cm
RA001
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48,5
x 36,5 cm
490.000 kr.
RA002
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48,5
x 36,5 cm
490.000 kr.
RA003
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48,5
x 36,5 cm
490.000 kr.
RA004
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48,5
x 36,5 cm
490.000 kr.
RA009
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48,5
x 36,5 cm
RA005
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48,5
x 36,5 cm
490.000 kr.
RA006
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48,5
x 36,5 cm
RA007
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48,5
x 36,5 cm
RA008
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48,5
x 36,5 cm
RA010
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48,5
x 36,5 cm
RA011
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48,5
x 36,5 cm
RA012
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48,5
x 36,5 cm
490.000 kr.
RA013
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48.5
x 36.5 cm
490.000 kr.
RA014
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48.5
x 36.5 cm
RA019
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48.5
x 36.5 cm
RA015
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48.5
x 36.5 cm
RA016
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48.5
x 36.5 cm
RA017
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48.5
x 36.5 cm
RA018
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48.5
x 36.5 cm
490.000 kr.
RA020
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48.5
x 36.5 cm
RA021
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48,5
x 36,5 cm
RA022
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48,5
x 36,5 cm
490.000 kr.
RA023
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48,5
x 36,5 cm
RA024
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48.5
x 36.5 cm
RA029
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48,5
x 36,5 cm
490.000 kr.
RA025
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48,5
x 36,5 cm
490.000 kr.
RA026
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48.5
x 36.5 cm
RA027
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48.5
x 36.5 cm
RA028
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48.5
x 36.5 cm
RA030
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48.5
x 36.5 cm
RA031
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48.5
x 36.5 cm
RA034
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48.5
x 36.5 cm
RA035
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48,5
x 36,5 cm
RA032
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
48.5
x 36.5 cm
RA037
Pappír, kaffi, vatnslitir, gouache blek
91.5
x 91 cm
RA036

Ragnhildur Þóra Ágústsdóttir (f. 1976) er fædd og uppalin í Stykkishólmi en býr nú og starfar á Seltjarnarnesi. Hún útskrifaðist frá Roger Williams University í Bandaríkjunum árið 2002. Verk Ragnhildar eru eintaklega nákvæm og fínleg en viðfangsefni hennar eru náttúrumyndir þar sem íslenskir fuglar eru í lykilhlutverki.

Shopping Cart