25.05 –
8.06.2024
@ Listval Gallery

Helga Páley

Flauelstjald

Teikningin hefur verið leiðandi í verkum Helgu Páleyjar frá upphafi. Hún kannar mörk miðilsins með því að yfirfæra teikninguna á striga og aðra miðla. Á sýningunni má sjá verk á pappír og striga þar sem teikningin er eins og áður, undirstaða verkanna. Tjaldið sem er leiðandi myndefni í verkunum er táknmynd hugmyndar eða fyrirbæris sem manni langar að kanna meira, þegar tjaldið opnast þá opnast heimur áferðar, lita, forma & óræðra hluta sem áhorfandinn fær að ráða í. 

Til að fara úr þessum heim í annan

þarftu að fálma þig áfram í myrkrinu og treysta,

þangað til þú kemur að mjúku flauelstjaldi. 

Þegar þú dregur tjaldið frá finnurðu svið. 

Þú sérð hluti, staflaða ofan á hvornannan.

Ljósashow og tæknibrellur. 

Það eru fáir leikarar á þessu sviði, mest litir, áferðir, óeiginlegir hlutir. 

Þú telur þig kannast við ýmislegt en kemur því ekki fyrir þér. 

Þú vilt vera með en þekkir ekki söguna.

Þú gerir samt þitt besta. 

Andrúmsloftið kramið, slétt úr því og stungið í hólk. 

Nú er það þitt en þig þyrstir í meira,  þú heldur aftur út í myrkrið í leit að öðru flauelstjaldi. 

Verk á sýningu

Allt með felldu
Kol á pappír
40.5
x 52 cm
150.000 kr.
HP028
Fyrir ungafólkið
Olía á hör
82.5
x 62.5 cm
310.000 kr.
HP031
Heimilishelgi
Kol á pappír
40.5
x 52 cm
150.000 kr.
HP029
Hlaðgerði, svið b
Akríl, olía, pastel á bómullarstriga
123
x 123 cm
HP025
Kúrekaþríleikur
Kol á pappír
40.5
x 52 cm
150.000 kr.
HP027
Ljósamaðurinn
Akríl, olía, pastel á bómullarstriga
83
x 73 cm
HP030
Regnaldur á sviði a
Akríl, olía, pastel á bómullarstriga
123
x 123 cm
HP023
Rjómablíða
Olía á hör
82.5
x 62.5 cm
310.000 kr.
HP032
Skelin mín
Túss á pappír
32
x 40.5 cm
90.000 kr.
HP024
Ský á stóra sviðinu
Akríl, olía, pastel á bómullarstriga
163
x 158 cm
HP022
Söngleikur í hringsal
Akríl, olía, pastel á bómullarstriga
123
x 123 cm
460.000 kr.
HP026
Stjaki drauma minna
Olía á hör
43
x 53 cm
230.000 kr.
HP021
Vormynd
Olía, akríl, pastel á bómullarstriga
63
x 73 cm
HP020

Helga Páley Friðþjófsdóttir (f. 1987)  býr og starfar í Reykjavík. Hún Lauk BA-prófi frá Listaháskóla Íslands árið 2011. Frá útskrift hefur Helga verið framkvæmdastjóri listahátíðarinnar Ærings á Rifi 2012. Frá árunum 2013 til 2015 var Helga partur af Kunstschlager hópnum og tók þátt í að reka gallerí við Rauðarárstíg 1 og síðar í Listasafni Reykjavíkur.  Síðustu ár hefur Helga sýnt á fjölmörgum stöðum og þar má nefna Listasafn Reykjanesbæjar, Ásmundarsal og Safnasafninu á Svalbarðseyri. Teikningin hefur lengi verið henni hugleikin og spilar hún stóran sess í hennar listsköpun. Með teikningu hripar hún hugmyndir á blað, gefur þeim tíma til að gerjast áður en þær færist yfir á striga eða í þrívítt form.

Shopping Cart