fbpx
27.01 –
2.03.2024
@ Listval Gallery

Thomas Pausz

Feluleikur

Feluleikur er vistfræðileg dæmisaga þar sem mörgum frásögnum vindur fram. Við rekumst á brot úr dagbók áhugadýralífsljósmyndara sem er villtur í Vatnsmýrinni, fugla sem gera sér hreiður í manngerðum byggingum, og aðdáanda Davids Attenborough. Thomas Pausz notar ljósmyndir, samklipp og hluti til að sýna erfiðið, löngunina og mistökin sem fylgja því að taka myndir af náttúrulífi: hann hefst handa við að gera sig ósýnilegan í náttúrunni og bregður sér í felubúning, bíður eftir varkárum fuglum, brasar við myndavélina en á það til að tapa fókusnum. Myndasafnið vísar í minningar eða drauma um annað landslag.

Vistfræðilegt samhengi verkanna á sýningunni er hvarf tegunda og villtrar nátturu, tilfinning nútímamannsins um sólastalgíu: Sú löngun og þrá að upplifa aftur óspillta og hreina náttúrusmíð sem við þekktum einu sinni. Við myndum mikilvæg tengsl við landslag og dýralíf í gegnum list og myndir – sérstaklega ljósmyndir. Thomas kannar sögu ljósmyndunar sem miðils. Í upphafi þurftu myndavélarnar langan lýsingartíma. Fyrstu ljósmyndir af „villtum“ dýrum voru þess vegna sviðsettar með uppstoppuðum skepnum. Með aukinni þróun á ljósmyndatækninni fóru ljósmyndarar að nota „ljósmyndafeldi“, lítil tjöld í felulitum þar sem þeir gátu leynst og náð myndum af viðfanginu. Sviðsmynd sýningarinnar er innblásin af þessum búnaði og verkar sem nokkurskonar milliliður á hinu mannlega og ó-mannlega. Þrátt fyrir að líffræðilegur fjölbreytileiki sé nú á miklu undanhaldi er framleiðsla á stórbrotnu dýralífsefni í háskerpu í mikilli framþróun. 

Ný dýrategund umkringir nú manninn – tegund dýra sem eru að hverfa, sem eru skilgreindar út frá hverfulleikanum. Með ljósmyndatækni eru dýr nútímans orðin að minningu um sama nútíma.“ (Akira Mizuta Lippit, Electric Animal)

Við erum vampírur sem sækjumst eftir myndum af hinu óspillta. Á sama tíma hönnum við sjálfstýrðar myndavélar á borð við fjarstýrðar myndagildrur til að ná stórfenglegum myndum af náttúrulífinu. Með þessum gildrum hverfur hið mannlega úr ljósmynduninni. Við hönnum okkar eigið hvarf og látum það i hendur hinna stafrænna tækja að standa augliti til auglitis við náttúruna. Með þessu móti er hætta á að fegurð upplifunarinnar glatist.

Verk Thomasar Pausz ljá tækjum og fagurfræði áhugadýralífsljósmyndunar nýtt samhengi og skapa tilbúið landslag og persónulega frásögn.

Verk á sýningu

Clearing (Vatnsmýri)
47
x 62 cm
290.000 kr.
TP006
Feathers I
32
x 32 cm
TP009
Feathers II
32
x 32 cm
TP010
Flamingo (Vatnsmýri)
47
x 62 cm
290.000 kr.
TP003
Headspace I
44
x 54 cm
190.000 kr.
TP011
Headspace II
44
x 54 cm
190.000 kr.
TP013
Headspace III
44
x 54 cm
190.000 kr.
TP012
Islands
32
x 32 cm
170.000 kr.
TP008
Source (Vatnsmýri)
47
x 62 cm
290.000 kr.
TP007
Straw (Vatnsmýri)
47
x 62 cm
290.000 kr.
TP004
Success
28.5
x 38 cm
220.000 kr.
TP014
Swan (Vatnsmýri)
47
x 62 cm
290.000 kr.
TP005
Window
25
x 10 cm
TP016

Thomas Pausz er listamaður og hönnuður, fæddur í París en býr og starfar í Reykjavík. Hann er með MA-gráðu frá Konunglega listaskólanum í Bretlandi og BA í heimspeki frá X-háskólanum í París. Verk hans eru unnin þvert á miðla. Þau hverfast um skálduð vistkerfi, efnislegar tilraunir og hugmyndir um annars konar tengsl við hið ómannlega umhverfi. 2023-2024 var Thomas útnefndur listamaður Stanley Picker galleríssins í London. Thomas Pausz hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis má þar nefna Haunted Ecologies í Stanley Picker Gallery í London, Interspecies Futures í Book Arts-miðstöðinni í New York, Í síkvikri mótun: Vitund og náttúra í Norræna húsinu í Reykjavík, Villiblómið í Hafnarborg í Hafnarfirði, The Swamp Pavilion á Feneyjatvíæringnum, Species without Spaces í Atelier Luma & hönnunartvíæringnum í Istanbúl, Food: Bigger than the Plate í Viktoríu & Albertssafninu í London og Out of the Sea í Passerelle-nútímalistamiðstöðinni í Brest, Frakklandi.

Shopping Cart