8.04 –
10.05.2022
@ Norr11

Elísabet Olka Guðmundsdóttir

Auga mitt er lauf

Á sýningu Elísabetar Olku Guðmundsdóttur, Auga mitt er lauf, ber að líta verk unnin með blandaðri tækni þar sem hún fléttar saman og sameinar ólíka miðla s.s. teikningu, skúlptúr og málverk. Hún býr til litlar gifssteypur, málar hverja og eina lag fyrir lag og raðar þeim saman í eina heild. Samhliða sýnir Elísabet Olka draumkenndar abstrakt teikningar þar sem hún leitast við að fanga hughrif skynjunar og hverfulleika hennar.

Elísabet Olka Guðmundsdóttir (f. 1979) útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2004. Hún vinnur með ýmsa miðla s.s. málverk, teikningu, skúlptúr, gifs og leir. Elísabet Olka býr og starfar í Danmörku sem myndlistarkona og við mynd-listarkennslu. Verk eftir Elísabetu Olku hafa verið til sýnis í Danmörku, Þýskalandi, á Nýja Sjálandi og Íslandi. Vinnustofa Elísabetar er staðsett i Gentofte, Danmörku.

Shopping Cart