fbpx
26.03 –
10.06.2021
@ Norr11

Ásgeir Skúlason

Athugið, athugið

Á sýningunni Athugið, athugið sýnir Ásgeir ofin textílverk þar sem hann notar krullubönd sem flestir þekkja og eru notuð utan um gjafapakka. Hann notar er þriggja ása aðferð svo úr verður ísometrískt munstur sem skapar þrívídd á tvívíðum fleti. Munstrið endurtekur sig út allan ramman og skapar sjónhverfingu. Hin verkin á sýningunni eru veggskúlptúrar gerðir úr teypi sem hann rúllar í óteljandi hringi.

Verkin einkennast af þráhyggjukenndri endurtekningu þar sem Ásgeir leitast við að fanga athygli áhorfandans en titill sýningarinnar vísar einmitt í þessa þörf til að fanga athyglina, hvort sem það er í augnablik eða til lengri tíma. Verkin láta við fyrstu sýn lítið yfir sér en þegar nær er komið sekkur maður inn í myndflötinn.

Ásgeir Skúlason f. 1984 býr og starfar í Reykjavík. Hann lauk fornámi við Myndlistarskólann í Reykjavík áður en hann hóf nám í Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 2013 með BA gráðu í myndlist.

Shopping Cart