26.08 –
16.09.2023
@ Litli salur

Aðalheiður Valgeirsdóttir

Náttúran teiknar sig

Á sýningunni „Náttúran teiknar sig“ er að finna olíumálverk og vatnslitamyndir. Eins og í fyrri verkum sínum leitar Aðalheiður Valgeirsdóttir innblásturs í náttúruna og úrvinnslan rambar á mörkum hins raunverulega og hins huglæga með áherslu á yfirborð, undirlög, form, áferð, línu, lit og birtu. Verkin eru unnin á vinnustofu Aðalheiðar á Suðurlandi þar sem síbreytileg náttúran veitir stöðugt nýja sýn.

Við okkur blasir viss óreiða í gróðurþekjunni sem tekur á sig mynd. Við nánari skoðun tökum við eftir kerfi uppbyggingar sem náttúran teiknar í plöntum, greinum, stilkum og grösum. Náttúran kallar á abstrakt útfærslu þar sem greinar kvíslast, vefjast saman og teygja úr sér í líflegu línuspili. Forgrunnur og bakgrunnur spila saman og mynda náttúrulegt rými dýptar og forgengileika, eins konar eilífðarmynstur eða rótarkerfi þar sem gróður, vatn og himinn koma saman. Spurning vaknar um hvað er upphaf og hvað er endir. 

Verk á sýningu

Blátjörn
olía á striga
60
x 40 cm
280.000 kr.
AV018
olía á striga
60
x 40 cm
AV014
olía á striga
60
x 40 cm
280.000 kr.
AV017
olía á striga
60
x 40 cm
280.000 kr.
AV015
Vatnslitir
66
x 85 cm
AV011
olía á striga
60
x 40 cm
280.000 kr.
AV016
Vatnslitir
66
x 85 cm
250.000 kr.
AV019

Aðalheiður er myndlistarmaður og sjálfstætt starfandi listfræðingur og sýningarstjóri. Hún útskrifaðist frá grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1982 og hefur unnið að myndlist síðan. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt i samsýningum hér á landi og erlendis. Aðalheiður lauk BA og MA gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands og hefur unnið ýmis verkefni á því sviði, m.a. sem kennari, greinahöfundur og sýningarstjóri í söfnum og galleríum.

Shopping Cart