Steingrímur Gauti Ingólfsson (f. 1986) lauk BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2015 og hefur verið virkur á listasviðinu síðan. Hann hefur tekið þátt í samsýningum á Íslandi og erlendis og haldið nokkrar einkasýningar, þar á meðal sýninguna „Chop Wood, Carry Water,“ í Marguo-galleríinu í París. Verk Gauta má finna í opinberum söfnum og í einkaeigu í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Steingrímur Gauti býr og starfar í Reykjavík.