Untitled
, 2024
ljósmynd prentuð á glæru, ljósmyndapappír.
31
x 31 cm
THJ016
Þrátt fyrir að Þórdís Jóhannesdóttir hafi lengi notað ljósmyndina sem sinn miðil telst hún seint til hefðbundinna ljósmyndara. Ljósmyndir eru grunnurinn sem hún svo brýtur upp á, teygir og togar bæði í yfirfærðri og bókstaflegri merkingu orðanna. Þórdís sækir myndefni sitt í hversdagsleikann; efnistökin eru form og litafletir sem hún fangar á ferðum sínum, ýmist í myndlist annarra, arkitektúr eða úti í náttúrunni. Myndirnar notar hún svo sem grunn til frekari útfærslu þrívíðra verka. Undirlag myndanna eru krossviður eða álplötur sem hafa verið brotnar þannig að þær myndi form sem kallast á við eða endurspegla efnistökin sem birtast í ljósmyndinni. Úr verða fletir sem taka á sig ljós og skugga sýningarrýmisins á mismunandi hátt; verk sem teygja sig útí rýmið og leika á mörkum þess tví- og þrívíða. Þórdís Jóhannesdóttir (f. 1979) nam myndlist við Listaháskóla Íslands; hún lauk B.A. námi árið 2007 og M.A.námi árið 2015. Þórdís hefur sýnt víða hérlendis, bæði sín verk og í samstarfi við Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur undir heitinu Hugsteypan. Af nýlegum sýningum mætti nefna Far í Hafnarborg og Afrit í Gerðarsafni, sem báðar voru hluti af Ljósmyndahátið Íslands 2020.

Fáðu send skilaboð þegar ný verk eftir viðkomandi listamann koma á skrá. 

Email*
Nafn*
Skilaboð*
Skrá á póstlista?

ljósmynd prentuð á glæru, ljósmyndapappír.
31
x 31 cm
85.000 kr.
THJ017
Ljósmyndaprent
31
x 31 cm
75.000 kr.
THJ10
Ljósmyndaprent
31
x 31 cm
75.000 kr.
THJ011
Stafrænt ljósmyndaprent, álplata.
95.000 kr.
THJ013
Án titils (org02)
ljósmynd prentuð á glæru, ljósmyndapappír.
31
x 31 cm
75.000 kr.
THJ015
ljósmynd prentuð á glæru, ljósmyndapappír.
31
x 31 cm
75.000 kr.
THJ018
Shopping Cart