The World Will Not End 2022

2022

Stafræn Prentun á pappír

41 x
51 cm

Upplag: 20

Í verkinu vinnur listamaðurinn með hugmyndir um hræðsluáróður í samfélaginu. Með gamansemina að leiðarljósi veltir Hulda fyrir sér spádómi Mayanna um heimsendi á árinu 2012 með því að senda út marglaga skilaboð til einstaklinga sem og samfélagsins í heild sinni. Serían fæddist á hinu fræga heimsendaári sem graffiti-skilaboð skilin eftir á vegg Leap gallery í Berlín. Þau voru merki um gjörningasamstarf Huldu við listamanninn Claus Philipp Lehmann og ungan grafítikrakka úr hverfinu. Á meðan salurinn var bomberaður með strobe ljósasýningu birtust skilaboðin þannig að þau sneru út að stórum glugga að Alexanderplatz. Næsta ár birtust skilaboðin aftur sem spádómur um framtíðina á stóru auglýsingaspjaldi við þung umferðargatnamót og blöstu við fangelsinu í miðborg Berlínar. Árið 2015 birtust skilaboðin aftur en að þessu sinni sem solo-verk í samstarfi við Cycle hátíðina í Gerðasafni. Að þessu sinni voru skilaboðin máluð á gólf bílastæðis við safnið þar sem þau birtust í félagsskap tónlistarflutnings á The New World Symphony eftir Antonin Dvorák. Eftir hræðslulausa pásu í sjö ár var komin tími til að senda aftur út skilaboð í samstarfi við þrívíddarhönnuð í takt við nýja tíma.

HRG001

35.000 kr.

1 in stock

1 in stock

[artplacer_widget id="1"] [artplacer_widget id="2"]

FLEIRI VERK