Þórdís Erla Zoëga (f. 1988) er myndlistarkona búsett í Reykjavík. Hún er með BFA gráðu úr Audio Visual deild Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam þar sem hún stundaði nám á árunum 2008-2012. Á Íslandi hefur hún unnið verk fyrir Listahátíð í Reykjavík, Gerðarsafn, Konsúlat Hótel, og Íslenska Dansflokkinn, auk þess sem hún hefur sýnt í D-sal Hafnarhússins. Þá hefur hún einnig tekið þátt í sýningum víða í Evrópu.
FREKARI UPPLÝSINGAR
Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um verk eða listamann vinsamlega sendu okkur fyrirspurn með hnappinum hér að neðan.