Dagur Benedikt Reynisson

Dagur Benedikt Reynisson hefur verið starfandi innan kvikmyndagerðar í yfir fjórtán ár, auk þess sem hann starfaði sem ljósmyndari áður hann hóf nám við Listaháskóla Íslands árið 2020 og lauk þaðan BA námi árið 2023. Hann ber sérstakt dálæti á prentverki sem miðli, þar sem hann nýtir tækni eins og silkiþrykk til að skapa sjónblekkingaráhrif, þar sem moiré munstrið fær verkin til að lifna við þegar áhorfandinn hreyfir sig. Verk hans spanna bæði innrömmuð prent og innsetningar úr gleri, pappír og tré. Verk Dags eru fjölbreytt sjónarspil þar sem litir, form og ljós leika saman og áhorfandinn er virkur þátttakandi. Þau eru gjarnan unnin á hefðbundnum miðlum, en koma á óhefðbundinn hátt fyrir sjónir. Sum þeirra eru prentuð og römmuð með áherslu á sjónblekkingar, önnur taka á sig form skúlptúra. Sjónblekking er hugtak sem oft er notað yfir verk hans; þar er leikið með það sem augað sér og sér ekki, þannig að eitthvað virðist hreyfast þó það sé kyrrt, eða þá að verkið breytist á óútskýranlegan hátt. Nú um stundir vinnur Dagur að nýjum verkum innan sama sjónblekkingaheims, þar sem hann gerir tilraunir með ólíka fleti og áferðir. Á sama tíma vinnur hann að skúlptúrverkum sem bjóða upp á meiri þátttöku og upplifun fyrir áhorfandann, jafnvel svo að hægt verði að ganga inn í verkin og upplifa þau með líkamanum.
IMG_0750

Skráðu netfangið þitt hér og við sendum þér fleiri fáanleg verk. 

 

Email*
Nafn*
Skilaboð*
Skrá á póstlista?

Dagur Benedikt Reynisson

Dagur Benedikt Reynisson hefur verið starfandi innan kvikmyndagerðar í yfir fjórtán ár, auk þess sem hann starfaði sem ljósmyndari áður hann hóf nám við Listaháskóla Íslands árið 2020 og lauk þaðan BA námi árið 2023. Hann ber sérstakt dálæti á prentverki sem miðli, þar sem hann nýtir tækni eins og silkiþrykk til að skapa sjónblekkingaráhrif, þar sem moiré munstrið fær verkin til að lifna við þegar áhorfandinn hreyfir sig. Verk hans spanna bæði innrömmuð prent og innsetningar úr gleri, pappír og tré. Verk Dags eru fjölbreytt sjónarspil þar sem litir, form og ljós leika saman og áhorfandinn er virkur þátttakandi. Þau eru gjarnan unnin á hefðbundnum miðlum, en koma á óhefðbundinn hátt fyrir sjónir. Sum þeirra eru prentuð og römmuð með áherslu á sjónblekkingar, önnur taka á sig form skúlptúra. Sjónblekking er hugtak sem oft er notað yfir verk hans; þar er leikið með það sem augað sér og sér ekki, þannig að eitthvað virðist hreyfast þó það sé kyrrt, eða þá að verkið breytist á óútskýranlegan hátt. Nú um stundir vinnur Dagur að nýjum verkum innan sama sjónblekkingaheims, þar sem hann gerir tilraunir með ólíka fleti og áferðir. Á sama tíma vinnur hann að skúlptúrverkum sem bjóða upp á meiri þátttöku og upplifun fyrir áhorfandann, jafnvel svo að hægt verði að ganga inn í verkin og upplifa þau með líkamanum.
IMG_0750

Skráðu netfangið þitt hér og við sendum þér fleiri fáanleg verk. 

 

Email*
Nafn*
Skilaboð*
Skrá á póstlista?

Download CV

+ Skoða heimasíðu

Verk

Coming soon
Shopping Cart