19.05 –
22.07.2023
@ Norr11

Rebekka Jóhannesdóttir

Skafrenningur

Á sýningu Rebekku Jóhannesdóttur Skafrenningur gefur að líta þrívíð málverk, einskonar lágmyndir úr gifsi. Í verkunum birtast eiginleikar mismunandi efna og aðferða sem listamaðurinn hefur tileinkað sér og þróað með ákveðinni tækni og verkferlum. Verkin eru formræn þar sem hún mótar óræðar bylgjur sem einkennast af togstreitu milli hreyfingar og kyrrleika. Hún pússar niður lög efnisins og misfellur svo áferðin verður slétt og silkimjúk.

Rebekka veltir fyrir sér hvernig ljúfsárar minningar úr fortíð eiga það til að móta og leiða okkur áfram. Hvernig þessar minningar birtast og hverfa eins og snæhvítur skafrenningur á grátt holótt malbikið. Við pússum niður hrjúft mynstur rauna okkar og mistaka svo aðeins séu sýnileg þau ör sem einkenna okkur. Hvernig hyljum við yfir það sem við viljum ekki að aðrir sjái svo allt virðist slétt og fellt á yfirborðinu? 

Verk á sýningu

Væntanlegt

Rebekka Jóhannesdóttir (f. 1994) ólst upp í Noregi. Hún stundaði nám við norska listaháskólann Det Tverrfagelige Kunstinstitutt þar sem hún lærði Mixed media arts. Rebekka vinnur með blandaða miðla, aðferðir og tækni í listsköpun sinni. 

Shopping Cart