27.11 –
4.01.2026
@ Lumex

Erla Þórarinsdóttir & Kristín Gunnlaugsdóttir

Birting

Á sýningunni Birting leiðir Listval saman Erlu Þórarinsdóttur og Kristínu Gunnlaugsdóttur, listakonur sem vinna báðar með sterk form, dýpt og nákvæmni. Verkin eru markviss í framsetningu, með öguðu handverki og næmu auga fyrir efni, litum og aðferðum. Báðar leita þær að frummynd og formi í gegnum líkama og tilfinningu, en í verkum þeirra beggja opnast sú sama spurning: hvernig verður eitthvað sýnilegt? Þannig myndast milli þeirra samtal um ljós, línu, líkama og merkingu.

Birting vísar hér til þess augnabliks þegar eitthvað verður sýnilegt: þegar litur skiptir um tóna, þegar saumur teiknar nýja línu, þegar silfur tekur við ljósi, endurkastast eða þegar áhorfandinn skynjar verkið á nýjan hátt eftir því hvernig og hvar er horft.

Í verkum Erlu Þórarinsdóttur birtist hið sammennska; hún leitar að frummyndum og samhengi mannsins í heiminum. List hennar er öguð og frjáls í senn, í stöðugu jafnvægi en þrungin orku. Erla útskrifaðist frá Konstfack í Stokkhólmi árið 1981 og hefur starfað að myndlist síðan. Hún hefur sýnt víða á Norðurlöndunum, í Vestur-Evrópu, New York, Indlandi og Kína og tekið þátt í fjölda sýninga hér heima og erlendis. Erla býr og starfar í Reykjavík.

Kristín Gunnlaugsdóttir er þekkt fyrir fjölbreytt handbragð og myndmál sem spannar allt frá íkonamálun og fígúratífri hefð yfir í abstrakt og útsaumsverk. Í verkum hennar er líkaminn miðpunktur; ekki sem hlutlaust form heldur lifandi farvegur tilfinninga, minninga og sjálfsmyndar. Hún lærði myndlist við MHÍ og síðar í Róm og Flórens og hefur haldið fjölda einkasýninga ásamt því að taka þátt í sýningum hér heima og erlendis. Nýlega opnaði einkasýning hennar Ósagt í Listasafni Reykjavíkur. Kristín býr og starfar á Seltjarnarnesi.

Verk á sýningu

107.208 km/klst
Olíulitur og blaðsilfur á striga
120
x 140 cm
1.500.000 kr.
ETH02
Brúnt á svörtu
Ull á striga
35
x 35 cm
220.000 kr.
KG040
Glimmer og vatnslitur á pappír
50
x 50 cm
KG041
Hefur sólin vitund..?,
Olíulitur og blaðsilfur á striga
120
x 140 cm
1.500.000 kr.
ETH03
Ljósveran – oxuð á Höfn í Hornafirði
Olíulitur og blaðsilfur á striga
80
x 180 cm
1.200.000 kr.
ETH04
Orkustöðvar og oxun á flekaskilum
Olíulitur og blaðsilfur á striga
200
x 100 cm
2.400.000 kr.
ETH01
Slípað stál
70
x 64 cm
480.000 kr.
ETH05
Svart á brúnu
Ull á striga
60
x 60 cm
220.000 kr.
KG039
Ull á striga
90
x 80 cm
560.000 kr.
KG043
Ull á striga
95
x 105 cm
820.000 kr.
KG042
Shopping Cart