fbpx
24.06 –
12.08.2023
@ Listval

Hulda Vilhjálmsdóttir

I'm Transparent

Á sýningunni kannar Hulda Vilhjálmsdóttir gagnsæið með japanskri málaratækni og pappír í verkum þar sem gagnsæ tákn og myndir spretta fram.

Kjarninn í sýningunni er færni og sýn Huldu sem hefur fyrir löngu varðað sína persónulegu leið í íslenskri samtímalist. Í verkum sínum kafar hún ofan í sameiginlegan skynheim og tilfinningar alls sem lífsanda dregur og í þetta sinn beitir hún óhlutlægri, abstrakt, nálgun. Abstraktverk Huldu eru ekki jafn þekktar og mannamyndir hennar, en þau eru ekki síður heillandi og geta vakið hjá áhorfandanum jafn sterkar tilfinningar.

Sýningin er umlykjandi veröld þar sem við getum lesið abstrakt formin sem landslag og notið dansandi litanna sem Hulda töfrar fram úr pensli sínum. Hún vefur saman sterka og djúpa liti til að endurskapa flókna veröld okkar. Verk Huldu geta líka vakið okkur til umhugsunar um það hlutverk  sem gagnsæi leikur í lífi okkar mannfólksins. Á sýningunni er það mýktin sem ræður og í verkunum eru styrkur og breyskleiki í fullkomnu jafnvægi. Með japanskri pensiltækni og gljúpum pappírnum undirstrikar Hulda þetta jafnvægi þar sem hún notar birtuna í myndunum til að draga fram listrænan boðskap sinn. Við þennan samruna verður til myndrænt samtal sem endurómar í sál okkar – samtal um mikilvægi gagnsæis og tengsla.

Sýningin Ég er gagnsæ er til vitnis um umbreytingarmátt myndlistarinnar, um það hvernig hún getur breytt skynjun okkar, vakið tilfinningar og kveikt samræður. Verk Huldu minna okkur á það að gefa gaum því sem er á milli hlutanna, að velta fyrir okkur mismunandi sjónarhornum og leitast við að sjá veröldina sem allt of oft er ógagnsæ og gruggug.

Texti: Regula Starmpfli

Works

Gegnsæi í bleikum tónum
acrylic, ink, and glue on paper
170
x 70 cm
720.000 kr.
HV092
Grænt og bleikt ferðalag um Reykjavík
acrylic, ink, and glue on paper
99
x 131 cm
670.000 kr.
HV088
acrylic, ink, and glue on paper
63
x 100 cm
HV091
acrylic, ink, and glue on paper
251
x 153 cm

Price on request

HV089
acrylic, ink, and glue on paper
99
x 131 cm
670.000 kr.
HV087
Mýkt ferðarinnar
acrylic, ink, and glue on paper
63
x 100 cm
380.000 kr.
HV090
Vatnið rennur
acrylic, ink, and glue on paper
63
x 100 cm
380.000 kr.
HV085
acrylic, ink, and glue on paper
149
x 145 cm
HV086

Hulda Vilhjálmsdóttir (b. 1971) graduated from the Iceland University of the Arts with a BA degree in painting in 2000. She studied for a diploma in pottery and ceramics at the Reykjavík Academy of Fine Arts 2008-2007. Hulda has held numerous solo and group exhibitions at home and abroad, and art museums and private individuals have works by her. In 2007 Hulda was nomi- nated for the Carnegie ART award and in 2018 for the Icelandic Visual Arts Award for the solo exhibition Valbrá at Kling og Bang. In 2020, Hulda received the art award Tilberinn for her work in art for the past two decades.

Hulda Vilhjálmsdóttir. Mynd / Photo: Listval
Shopping Cart