The exhibition The things we hold onto notar Ása K. Jónsdóttir draumkenndan hversdagsleikann sem útgangspunkt. Hún veltir fyrir sér hvernig við eigum það til að festast í viðjum hins hversdagslega vana og forðumst tilhögun um breytingar þrátt fyrir að við séum vel fær um að takast á við þær. Verkin vísa í samstæður í lífinu og náttúrunni og bera með sér ákveðinn kraft og innlifun. Með litríkum og lifandi pensilstrokum myndar hún spennu, orku og hreyfingu sem leiðir augu þess sem horfir.