Linda Guðrún Karlsdóttir
Linda Guðrún Karlsdóttir (f. 1981) er sjálfmenntaður ljósmyndari sem býr og starfar á Seltjarnarnesi. Í verkum sínum vinnur Linda endurtekið með ljósmyndir af Keili og hans nánasta umhverfi. Myndirnar fanga fjallið við ýmis tækifæri; þegar litir í umhverfi eru sterkir eða óvenjulegir, form í hafi og himni eru ýkt eða veðurfar óhversdagslegt. Allar myndirnar tekur Linda af svölunum heima hjá sér. Ljósmyndunum er síðan skeytt saman við aðrar, óháð tíma- og dagsetningum, til að skapa að lokum nýtt, endurunnið landslag sem aldrei var og sem sýnir Keili í uppskálduðu og framandi ljósi; til dæmis sem pýramída, hjartalínurit, eða fjall sem hefur sokkið í sæ.
Verk Lindu eru í senn óður til fjallsins sem er henni ótæmandi uppspretta innblásturs, sem og áskorun í því að skapa sífellt nýtt úr sama efniviðnum.
Enter your email address, and we will send you additional available works
Download CV
+ Visit website
Linda Guðrún Karlsdóttir
Linda Guðrún Karlsdóttir (f. 1981) er sjálfmenntaður ljósmyndari sem býr og starfar á Seltjarnarnesi. Í verkum sínum vinnur Linda endurtekið með ljósmyndir af Keili og hans nánasta umhverfi. Myndirnar fanga fjallið við ýmis tækifæri; þegar litir í umhverfi eru sterkir eða óvenjulegir, form í hafi og himni eru ýkt eða veðurfar óhversdagslegt. Allar myndirnar tekur Linda af svölunum heima hjá sér. Ljósmyndunum er síðan skeytt saman við aðrar, óháð tíma- og dagsetningum, til að skapa að lokum nýtt, endurunnið landslag sem aldrei var og sem sýnir Keili í uppskálduðu og framandi ljósi; til dæmis sem pýramída, hjartalínurit, eða fjall sem hefur sokkið í sæ.
Verk Lindu eru í senn óður til fjallsins sem er henni ótæmandi uppspretta innblásturs, sem og áskorun í því að skapa sífellt nýtt úr sama efniviðnum.
Enter your email address, and we will send you additional available works