Myndlistarráðgjöf fyrir heimili, fyrirtæki & stofnanir


Hvernig virkar þjónustan?
Samtal
Hvert og eitt verkefni byrjar á samtali, hvort sem það er í formi heimsóknar, fundar eða með spurningalista. Þannig komumst við nær því sem viðkomandi er að leita hverju sinni.
FRAMSETNING
Ef óskað er eftir ráðgjöf á nýrri myndlist setjum við upp sjónrænt skjal með hugmyndum af verkum. Fyrir stærri verkefni s.s. hótel eða fyrirtæki setjum við fram hugmyndir og hentugar staðsetningar til þess að hámarka áhrif listaverka á staðnum.
UPPHENGI & UTANUMHALD
Að lokum sjáum við einnig um alla umsýslu s.s. uppsetningu á verkum og greiðslum til listamanna, sé þess óskað.

Fyrirtæki & stofnanir
Við aðstoðum viðskiptavini okkar við að finna hið fullkomna listaverk. Við sjáum um alla þætti framkvæmdarinnar allt frá því að leita uppi rétta verkið, aðstoða við upphengi til samninga um kaup og afhendingu verka.
VIÐ ERUM LISTVAL
Elísabet Alma Svendsen
Myndlistarráðgjafi
elisabet@listval.is
Helga Björg Kjerúlf
Myndlistarráðgjafi
helga@listval.is
Elísabet Alma Svendsen
Myndlistarráðgjafi