fbpx
Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir & Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir sýna í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn

The exhibition In Harmony leiðir Listval saman myndlistarmennina Áslaugu Írisi Katrínu Friðjónsdóttur og Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur sem vinna báðar með sterka efniskennd og formhugsun í verkum sínum. Samhengi hluta og fyrirbæra í tíma og rúmi er þeim báðum hugleikið og birtist á ólíkan hátt í verkum þeirra. Á meðan Ingunn Fjóla kannar mörk málverks og vefnaðar samhliða spurningum um kerfi og samhengi lita vinnur Áslaug Íris með samspil forma, efnis og myndbyggingar. Hér blandast margvíslegur efniviður við málaða fleti og þræði sem birtist í óhlutbundnum formum og í samhljómi við liti, efni og myndbyggingu. 

Sýningin var stutt af Icelandair, Promote Iceland, Icelandic Art Center, Fondet for dansk-islandsk samarbejde, Carl Sæmundsen og Hustrus Familiefond and Familien Hede-Nielsens Fond.

Shopping Cart