Í innsetningunni Ekkert er víst nema að allt breytist gætir kunnuglegra stefja frá fyrri verkum Ingunnar Fjólu sem þó hafa aldrei verið sameinuð áður. Þessi fjölþætta innsetning stýrist af mismunandi þáttum, annars vegar innbyggðu kerfi verksins og hins vegar aðkomu áhorfandans og því óljóst hver aflvaki verksins er hverju sinni.