Gjörningaklúbburinn: Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir opnuðu fyrstu einkasýningu Gjörningklúbbsins í Berlín, Blóðuga líf, í Gallery Gudmundsdottir í september.
Hugleiðing frá Gjörningaklúbbnum:
Flestar konur þekkja það að vera á túr. Allt frá unglinsaldri þar til uppúr fimmtugu er þetta mánaðarlega verkefni yfirvofandi, mismunandi íþyngjandi og stundum afar sársaukafullt. Konur harka af sér, konur læra inn á þetta, halda áfram, láta einsog ekkert sé.
Svo þegar þessu óumumbeðna kynjaða langtímanámi fer að ljúka, taka hin leyndardómsfullu tíðahvörf við, og hingað til hefur verið látið einsog ekkert sé.
Gjörningaklúbburinn er á breytingaskeiðinu og hefur upplifað tíðalok, heilt ár án blæðinga, því ber að fagna. Við eru ekki einar um það. Helmingur mannkyns mun vonandi einnig ná að upplifa þennan létti.
Áratugalangt diplómanám að baki, doktorsnám mundu sumar frekar segja en í anda kvenlægs lítillætis látum við diplómu gráðuna nægja, látum samt ekki lengur einsog ekkert sé, fögnum!
Óskum ykkur öllum nær og fjær gleðilegra tíðaloka