9.03 –
3.05.2023
@ Norr11

Eva Schram

With the dying of the light

Eva Schram birtir okkur ljósmyndir af íslenskri náttúru og fjallamóðunni sem gerir fjöllin fjarlæg og framandi, líkt og himinn og jörð renni saman í eina óræða heild. Verkin hafa þróast á ferðum hennar um öræfi Íslands og dvöl í afskekktum sveitum. Listsköpun Evu dansar á mörkum ljóðs og myndlistar – þau þræða einstigið milli teikninga, ljósmynda og texta. Myndir hennar eru minimalískar en fullar af dulúð og óreiðu sem leitar á mann og dregur augað inn í rammann. Maður finnur sterkt fyrir andrúmslofti náttúrunnar sem bergmálar af myndunum út í buskann – inn í gnauðandi vindinn, lemjandi regnið og þétta þoku og skugga sem leggjast yfir linsuna.

Erindi sýningarinnar er þráhyggja listamannsins til fjalla og hinnar óáþreifanlegu tignar sem einkennir íslenska náttúru. Eva sækir innblástur úr verkum Þórbergs Þórðarsonar sem bjó í Suðursveit, þar sem Eva dvaldi nokkrum kynslóðum síðar. Í gegnum Þórberg fór náttúran að birtast henni á nýjan hátt. Hún lærði að nota augun öðruvísi en hún var vön. Hún nálgast myndverkið með hugarfari skáldsins og skapar úr því sitt eigið myndmál. Verkin eru myndræn ljóð. Ljósmyndirnar eru hengdar upp án glers. Þær eru áþreifanlegar og berskjaldaðar líkt og landið sjálft og líkjast jafnvel frekar málverkum hvað áferð snertir. Áhorfandi mætir óræðninni í þessum einlægu myndverkum sem virka eins og gluggar út í fjarlægðina.

Eva tekur myndir sínar á svarthvítar filmur sem gjarnan eru komnar fram yfir síðasta söludag, en það gerir það að verkum að erfitt er að spá fyrir um árangurinn. Hún framkallar og stækkar myndir sínar iðulega sjálf í myrkrakompu þar sem þær fá á sig dularfullan blæ, nálægar og fjarlægar í senn. Hún tekur myndir sínar oft í ljósaskiptum og leikur sér þar að birtu og skuggum. Þetta er töfrastundin – dimmumót – þegar landslagið lifnar við og í hugann koma óljósar minningar um forna leyndardóma og furðuvættir sem í landinu búa.

Works

Ámátur
German etching
60
x 60 cm
250.000 kr.
ES012
Gómur
German etching
80
x 80 cm
290.000 kr.
ES013
Grenjandi
German etching
100
x 100 cm
340.000 kr.
ES007
Ívera
Photograph on Hahnemühle Photo Rag paper
62,5
x 62,5 cm
250.000 kr.
ES015
Kálfa
German etching
60
x 60 cm
250.000 kr.
ES010
Kvimpugil
German etching
60
x 60 cm
250.000 kr.
ES011
Lær leggur
German etching
100
x 100 cm
340.000 kr.
ES006
Miðsitja
German etching
60
x 60 cm
250.000 kr.
ES009
Þúfnager
German etching
100
x 100 cm
340.000 kr.
ES008

Eva Schram er listakona, búsett í Reykjavík. Í sköpun sinni dvelur hún á mörkum ljóð- og myndlistar. Í þeim aðferðum sem Eva notar til að formgera hugarsmíð mætir sjónlistin orðlistinni í afurð ljósmynda, gjörninga, vídeóverka og kveðskapar. Tungumálið er miðlægt tjáningarform Evu og undirrót hvers verks. Hún gerir tilraunir til að yrkja í augsýn með því að samtvinna orð og mynd í svokölluðum sjónljóðum. Verk hennar eru persónuleg og segja gjarnan sögu án þess styðja sig við línulega frásögn.

Shopping Cart