*English below*
The exhibition Sending er ferðalag steingervings* sem var keyptur á eBay kannað. Í málverkaröðinni Steinar í körfum sýnir Fritz steingervinga á flutningstækjum eins og kerrum, skipum og flugvélum. Körfuvefnaður flutningstækjanna vísar til veraldarvefsins – þeirra rafrænu “körfu” sem við setjum vörur okkar í á netinu. Þetta dregur fram táknræna mynd af því hvernig netverslun hefur umbreytt upplifun okkar af viðskiptum og vöruflutningi. Steingervingarnir, sem eitt sinn voru lifandi verur, hafa afritast í stein, verið grafnir upp og ferðast nú heim að dyrum, án beins sambands kaupanda við uppruna þeirra. Við kaupum vörur frá öllum heimshornum með nokkrum smellum, og við það afmást landfræðileg mörk. Það sem áður var staðbundið og tengt ákveðnum menningarlegum eða náttúrulegum uppruna er nú aðgengilegt öllum í gegnum sístarfandi hnattrænt netverslunarkerfi.
Það er eitthvað sérstakt við það að panta hluti á netinu. Við veljum vöruna, setjum hana í innkaupakörfuna og ýtum á hnappinn til að kaupa – á þeim tímapunkti er hluturinn ekki bara vara; hann er hugmynd. Við ímyndum okkur hvernig okkur mun líða þegar við fáum hlutinn eða hvernig hann mun breyta daglegu lífi okkar. Biðin skapar spennuástand milli væntinga og raunveruleikans. Eftirvæntingin verður jafnvel sterkari en sú tilfinning sem við fáum þegar hluturinn loks berst. Í málverkaröðinni Sending mótar fyrir útlínum hluta í gráum hornum herbergis, og titlar verkanna eru sendingarnúmer, líkt og þau sem við sjáum þegar við pöntum vörur á netinu. Tákn fyrir hugmyndina um hlutinn sem hefur ekki enn borist viðtakanda sínum, eitthvað yfirnáttúrulegt – í flutningi, milli heima og tilverustiga.
*Brittle star, 145-149 milljónir ára gamall
//
The journey of a fossil* purchased on eBay is explored in the exhibition Sending by Fritz Hendrik IV.
In the series Stones in Baskets, Fritz depicts fossils on transport vessels such as carts, ships, and airplanes. The woven baskets of the transport vehicles symbolize the World Wide Web – the digital “basket” where we place our online purchases. This work offers a symbolic portrayal of how online shopping has transformed our experience of commerce and the movement of goods. Fossils, once living creatures, have fossilized into stone, been unearthed, and now travel across borders to our doorstep, with no direct connection between buyer and origin. We purchase items from all corners of the world with a few clicks, dissolving geographical boundaries. What was once local, with a specific cultural or natural origin, is now accessible to all through an ever-active global online marketplace.
There is something odd about ordering items online. We choose the item, place it in the shopping cart, and press the purchase button – at that moment, it becomes more than a product; it becomes an idea. We imagine how we’ll feel when we receive it, how it might alter our daily lives. This waiting creates a tension between expectation and reality. The anticipation often becomes even stronger than the feeling we get when the item finally arrives. In the series Sending, the outlines of objects emerge in the gray corners of rooms, and the titles of the works are tracking numbers, like those we see when ordering items online. These are symbols of the idea of an item that has yet to reach its recipient, something supernatural – in transit, between worlds and states of being.
*Brittle star, 145–149 million years old